Friday 30 May 2008

Eftir endalausan vetur með alvöru óveðri og sprengju rétt hjá íbúðinni okkar kemur stór jarðskjálfti! alltaf missir maður af einhverju. Ekki að það sé neitt mjög jákvætt við að lenda í jarðskjálfta heldur er það bara svo merkilegt. Ég man vel hvað ég var að gera í skjálftanum 17. júní 2000.
Það sem mér fannst merkilegt í gær var að ein grísk bekkjarsystir mín fór að spyrja mig á msn um skjálftann - bróðir hennar á Grikklandi lét hana vita af skjálftanum. Ég vissi ekki að þetta hefði komist í fréttir í útlöndum. Hún sagði mér líka að á hennar svæði fyrir einhverjum árum kom minni skjálfti en þessi heima í gær og þá dó fullt af fólki og margir bjuggu í mörg ár í bráðabirgðahúsnæði.
Þegar ég sagði henni að m.a. væri stærsta fangelsi landsins þarna sá hún fyrir sér að allir fangarnir hefðu sloppið og allt væri í uppnámi. Ég gat nú útskýrt að húsin væru nú sterk og svona. Ætli það sé extra mikið af steypustyrktarjárni á húsunum á Litla-Hrauni?

Hér í Hollandi er helst í fréttum að Jón flaug heim á miðvikudag og skildi mig eftir eina í kotinu. Sem þýðir að það er ennþá erfiðara að vakna á morgnana, ekki alveg mín sterka hlið.
En eftir rétt rúma viku koma Sissi og Agnes og svo förum við öll saman heim.
Tíminn líður hraðar og hraðar, það er að koma júní!

Monday 26 May 2008

Líf og fjör

Fékk að horfa á eurovision en ekki hlusta mikið. Sæst var á hafa sjónvarpið í gangi og hækka svo þegar land sem átti fulltrúa á svæðinu var á sviðinu - ég sá Ísland, Spán, Finnland og Grikkland.
Ég tók hlutverki mínu alvarlega og mætti með íslenska fánann og brennivín. Grikkirnir voru búnir að lofa að dansa með mér úti á götu þegar Ísland myndi vinna en öllum að óvörum unnum við ekki. Og ekki Grikkland heldur! Þeim fannst söngkonan sín heldur ekki góð - þess vegna unnu þeir sko ekki...
Ég fékk næstum reykeitrun í partýinu og er ennþá með skít í hálsinum.

Í síðustu viku kom í ljós að það eru fleiri Íslendingar hér í Leiden. Við erum búin að lifa í þeirri blekkingu í allan vetur að við séum þeir einu. Að sjálfsögðu eru Íslendingar allsstaðar! og að sjálfsögðu búin að hitta þau tvisvar og tala og tala íslensku.

Núna erum við farin að leita að nýjum heimkynnum. Samningurinn okkar rennur út 1. ágúst svo það er best að fara að horfa í kringum sig. Hringi út af einni íbúð í dag, einhver er að skoða á morgun og ef sá vill ekki íbúðina þá má ég koma og skoða. Er að vísu í næsta þorpi en mjög ódýr. Maður fær þá bara ennþá stærri kálfvöðva :)

Friday 23 May 2008

This is my life...

Geri ráð fyrir að allt sé að fara yfir um að gleði á Íslandi í gær og dag. Allir að skipuleggja júrópartý, allir að grilla og læti.

Stuðningslið Íslands var mætt í gærkvöldi á hommabarinn til að hvetja okkar lið og mætti með fána við mikinn fögnuð. Eftir að lögin voru flutt bárum við bækur okkar saman við hommana eða réttara sagt, þeir voru samviskusamlega búnir að skrifa niður hverjir þeir héldu að kæmust áfram og við ákváðum að vera sammála. Enda var Ísland á listanum þeirra.
Þeir voru nokkuð sannspáir svo ég ætla að fylgja þeirra spá og segja að Svíþjóð vinni á laugardaginn. Þegar Svíagellan steig á svið var tekið undir og mikið fjör. Svo var t.d. Úkraínu með Shady Lady var líka spáð góðu gengi.

Á laugardaginn verður veðjað af alvöru á barnum og verðlaun fyrir þann sem kemst næst úrslitum. Miðað við stuðið á undanúrslitakvöldunum verður hommabarinn staðurinn til að vera á úrslitunum en "því miður" er nafnadagspartýið á sama tíma. Gott að þetta sé aðal"vandamálið" þessa dagana.

Aðalgleðin í dag er að hópurinn minn kynnti verkefnið okkar, þetta var síðasti tíminn í síðasta kúrsnum. Skrýtið, núna er þetta bara búið - bara eitt verkefni og eitt stykki lokaverkefni eftir....

Wednesday 21 May 2008

Eurovision

Góðann daginn, ég heiti Álfheiður og mér finnst Eurovision skemmtilegt.

Hér þykir eurovision leiðinlegt og bara e-ð sem hommar og "desperate houswifes" horfa á. Svo hafa hollenskir samnemendur sagt mér. Heldur engin eurovision tilboð í búðinni eða neitt neinstaðar sem gefur til kynna að eurovision sé í gangi.
Grikkirnir eru svona mitt á milli. Ég spurði þær um daginn hvort þær ætluðu að horfa og hvort euro væri vinsælt í Grikklandi. Jújú. En þegar ég tók umræðuna á næsta level með að tala um hvaða dag Grikklandi og Ísland væri að keppa og síðan finna út klukkan hvað og á hvaða sjónvarpsstöð þá hlógu þær og fannst ég ægilega fyndin. Þeim finnst ég svoldið klikkuð. Ég held að ég sé frekar normal á Íslandi, eða hvað?
Á laugardaginn er stórt partý af því Eleni, Eleni og Costas eiga nafnadag og ég auðvitað spurði hvort það mætti líka horfa á eurovision. Þær lofa. Annars verð ég bara að sætta mig við þennan menningamun...

Í gær vorum við að gera verkefni og svo var planið að fara og horfa á eurovision. Vinnan drógst á langinn svo það endaði með að fara og borða gríska pítu og svo var klukkan alveg að verða níu (þá byrjaði euro hér). Þá vildu þær aðeins skreppa heim og e-ð vesen. Ég var sko ekki að gúddera það að missa af keppninni, Grikkir eru svo ægilega lengi að öllu sko, þannig að ég fékk Jón til að fara með mér á hommabar og þar horfum við á keppnina. Grikkirnir komu svo um leið og síðasta atriðið var komið!
Mikið hefði nú verið gaman að skilja umræðurnar hjá gaurunum sem voru að horfa. Þeir voru allavega ekki ánægðir með Justin kalkúna, gerðu grín að bingó vöðvum norsku stelpunnar og voru alveg að fíla Belgíu lagið.
Eftir að keppnin var búin voru gömul eurovision lög sett á fóninn og mikið fjör. Ég þekkti auðvitað miklu fleiri lög en Grikkirnir og þeim finnst ég endalaust skrítin að þekkja lög eins "ein bisschen Frieden" .
Gaurinn spilaði Silvíu Nótt og Selmu og þá var sko sungið. Bara ég og Jón samt hahaha.
Eitt besta var þegar barþjóninn dróg upp nunnuhöfuðfat og tók smá Sister Act show. Bara fyndið.

Svo skemmtilegt var að þegar við Jón fórum loksins á óguðlegum tíma (svona á þriðjudegi) þá spurði barþjóninn hvort við kæmum ekki á fimmtudaginn. Held nú það!
Á maður að fara alveg með liðið og mæta með íslenska fánann? vá það væri toppurinn á euro-nörda-vision ferlinu!

Saturday 17 May 2008

Ekki daglegt líf

Í gær fórum við í æsispennandi lestarferð út á Schipol. Sátum í mesta sakleysi þegar inn kemur maður (lögga, her eða tollur? hver veit) með leitarhund sem æddi um allt og þefaði af öllu og öllum. Það var greinilegt að sumum farþegum var ekki alveg sama.
Hundurinn var sérstaklega spenntur fyrir básnum okkar og hinum í kring. Allt í einu fer maðurinn að slá ákveðið í skjalatösku manns sem sat hinum megin við ganginn og skipar hundinum þangað. Þessu æsispennandi upplifun endaði með því að taskan var opnuð og hundurinn fann eitthvað málmstykki.
Svo kom í ljós að þetta var bara einhvers konar æfing eftir því sem ég skildi, verið að þjálfa hundinn. Kannski til að leita að sprengjum? hryðjuverkaárás í uppsiglingu?

Dagurinn í dag var sko ekki jafn spennandi. Ég var á leiðinni út til að hitta hópinn minn og þurfti aðeins inn í geymsluna sem er undir stiganum.
Þá sá ég e-ð loðið á gólfinu sem leit út fyrir að vera dauð mús. Mér brá svo að ég skellti hurðinni strax. Hvernig komst svona dýr þarna inn? utan frá? húsið er ekkert sérstaklega þétt. Eða er gat á veggnum inn í geymslunni?
Ég fór inn í geymsluna í gærkvöldi og þá var ekkert grunsamlegt á gólfinu. Getur músin drepist svona hratt? ef hún komst inn ætti hún að komast út aftur, er það ekki? er músagangur í íbúðinni?
Jón fór til Þýskalands í gær svo ekki gat ég skilið dýrið eftir á meðan ég færi út.
Eftir talsvert japl við sjálfa mig framleiddi ég smá hávaða til að athuga hvort dýrið væri dautt. Greinilega dautt svo ég náði í sleif og lítinn pappakassa, skóflaði dýrinu oní og henti kassanum út á bak við.
Það versta var samt eftir, ég tók eftir að það var e-ð ennþá á gólfinu þar sem dýrið var og þegar ég horfði betur var það iðandi. Ojojoj það voru ormar eða lirfur undir hræinu!
Hélt að það tæki lengri tíma en hálfan sólarhring að koma svoleiðis ófögnuður.
Var ekki lengi að sækja ryksuguna.

Kíkti út í kassann þegar ég kom heim og held að ég hafi rétt fyrir mér með greininguna á lífverunni. Held af stærðinni að dæma að þetta sé ekki rotta.
Nú sit ég hér með hroll og hef mig ekki í að tékka á hvort búið sé að japla á nóakroppinu og harðfisknum.

Wednesday 14 May 2008

æji

- pabbi og mamma Jóns fóru heim í gær. Endalaust út að borða, kaffihúsahangs, túrsistarölt og siglingar búnar. æji.

- skilaði verkefni í gær sem var ekki alveg nógu vel unnið. æji.

- skil á hópverkefni á mánudaginn, helgin fer pottþétt öll í að merja þetta í gegn. Grikkjunum finnst þetta geðveikt leiðinlegt svo ég þarf að vera mega jákvæð. æji.

- kennarinn í áfanganum sem þessi verkefni eru í er mjög svo ströng og krefst mikils af manni ef maður vill góða einkunn. Venjulega fínt en ekki núna, æji.

- ég var bitin af einhverju kvikindi og fékk þessu fínu ofnæmisviðbrögð. Rautt þykkildi, um 9 cm í þvermál, prýðir nú vinstra lærið og svo er eitt lítið á efri kjúkunni á hægri vísifingri. Svoldið óþægilegt að beygja. æji.

- ég hef nú fengið mun verri og ljótari viðbrögð en þetta og mun núna taka ofnæmislyf á hverju degi til að draga úr næsta biti. vúhú.

- ég ætla heim í júní. Ætla að vera mest á Akureyri. vúhú.

Tuesday 6 May 2008

Allt í fína

Lífið lullar áfram hér í Leiden.
Reyni að læra en gengur hægt. Bara nóg annað að gera, Drottningarnótt í den Haag með Línu og co, Drottningardagur í Amsterdam með hálfri hollensku þjóðinni, kaffihúsahangs með Grikkjunum, hópa"vinna" með Grikkjunum, út að borða með Grikkjunum....

Lenti í verstu seddu síðari tíma á sunnudaginn þegar við fórum á grískt veitingahús með Grikkjunum og ég borðaði ægilega yfir mig. Mér leið bókstakflega illa á eftir, þráði fátt heitar en að leggja mig aðeins þarna á staðnum. Engir smáskammtar þar og svo þurfti ég aðeins að smakka hjá hinum. Þetta hefði sloppið ég hefði ekki asnast til að fá mér eftirrétt. En það var skylda að fá sér baklava - Jón vildi ekki deila með mér einum skammti svo þetta var tæknilega séð ekki mér að kenna!

Tókst að slasa mig við að skúra klósettgólfið áðan. Eigum engar skúringargræjur svo ég nota pabba tækni og fer á fjórar fætur með klútinn og þvæ gólfið. Í lokin skar ég mig á glerbrot á hendinni! atvinnuslys og ég er frá klósett-þrif-vinnu næstu vikurnar.
Hvað fólk er með glerbrot á klósettgólfinu? maður spyr sig.

Mamma og pabbi Jóns koma á morgun svo það verður ljúft líf næstu daga - skoðunarferðir og afslappelsi í sólinni.

Saturday 3 May 2008

hvernig á að vera hægt að læra í svona veðri?