Wednesday 29 August 2007

Loksins hjól!


Í dag opnaði ég bankareikning og keypti hjól.

Við vorum búin að fara í nokkrar hjólabúðir en ég fann ekkert sem hentaði, Hollendigar er flestir hávaxnir en ég nú frekar lágvaxin þannig að flest notuð hjól eru of stór fyrir mig! Einn bauð mér barnahjól í gær!

En þetta hjól er mjög fínt, með körfu framan á, engum gírum og bæði fót- og handbremsum! Svo hjóluðum við í búðina og ég hjólaði heim með matinn í körfunni. Það tekur smá tíma að verða öruggur í umferðinni, sumir virðast bara æða áfram án þess horfa mikið í kringum sig.
Kallinn sem á búðina sem við keyptum hjólin í var mjög hress. Síminn hringdi og hann sagði okkur eftir símtalið að blaðið væri að reyna að selja honum auglýsingu en hann vildi sko ekki auglýsa. Hann hefði nóg að gera og vildi alls ekki fleiri kúnna. Sagði okkur líka að hann hefði átti ennþá stærri hjólabúð sem hefði náð alveg að verslunargötunni en núna væri hann bara með verkstæðið og selur nokkur hjól þar. Hann er sko 67 ára, er ekki með neitt internet eða gsm og engar kortamaskínur, tekur bara við reiðufé. Peninginn setur hann bara í rassvasann og í vikulokin er vasinn bólginn og allar stelpurnar vilja klappa honum á rassinn (eins og hann orðaði það sjálfur). Svo gaf hann okkur 2 evrur í afslátt svo við gætum keypt okkur ís! skemmtilegur kall:)
Á morgun er mæting kl. 8 hjá mér á Introduction day. Hef ekki þurft að vakna svona snemma síðan ég flutti hingað! Það er prógramm allan daginn, meðal annars allir boðnir velkomnir af rektor, fyrirlestur um hollenska menningu og göngutúr um borgina. Svo er bátaferð og heimsókn á safn á föstudaginn.
Á mánudaginn eigum við að mæta í stadthuis og skrá okkur inn í borgina, Jón mætir í fyrsta fyrirlesturinn og ég fer á upplýsingafund og í tölfræðipróf.
Í næstu vikur fæ ég líka bankakort og Jón bankareikninginn sinn. Þá ættum við að geta sótt loksins um netið. Það tekur svo 3 vikur að fá netið heim. Þetta kemur allt með kalda vatninu:)

3 comments:

Unknown said...

ohh frábært að eiga hjól! ég elska að hjóla útum allt, ódýrt og hollt:) einkunnarorð mín sem námsmanns hehehe

Tobba said...

Gaman að svona skondnum köllum, kannski finnið þið fleiri. Mér skilst á ættingjunum að það sé næstum full vinna að fylgjast með frænkuskaranum í útlöndum þó svo að ekki hafi frésst að bloggi hjá Maju. En hver veit.
Bíð spennt eftir að heyra frá fyrstu skóladögunum!!
Mamma

Eva said...

Ég segi nú bara "hahhahha" við þessu bloggi, fyndið að þér hafi verið boðið barnahjól, fyndið að kallinn vilji sko ekkert fá fleiri viðskiptavini og fyndið að hann hafi gefið ykkur heilar 2 evrur í afslátt fyrir ís (ekki að það sé ekki mjög indælt af honum samt).