Sunday 2 September 2007

Löggan mætt á svæðið

Já tveir löggubílar og mótorhjól takk fyrir.
Við sátum hér í rólegheitum og heyrðum einhver læti og sáum svo gaur koma hlaupandi eftir þakinu á bakvið (fyrir ofan garðportið okkar) og fyrir framan sáum við löggurnar.
Vitum svo sem ekki mikið hvað er um að vera en Jón varð var við einhver læti í nótt hér við hliðina. Kannski var viagra gaurinn með partý.
Núna er löggan búin að vera hér í meira en hálftíma og ég bara vona að liðið í subbulegu íbúðinni verði hreinsað út eða hafi hægt um sig. Ekki að það hafi verið neitt að bögga okkar neitt. Svona fyrir utan viagra söluna.

Á fimmtudag og föstudag voru introduction days. Þá fór ég á kynningu hjá deildinni minni, fyrirlestur um hollenska menningu, bæjarrölt, bátsferð, á safn og á pöbbarölt.
Það var rosalega margir erlendir stúdentar og alltaf verið að skipta í hópa fyrsta daginn og þar af leiðandi var maður alltaf að hitta nýtt fólk. Hitti þó nokkra skemmtilega krakka en bara eina stelpu sem er með mér í sálfræðinni.

Asíukrakkarnir eru mjög áhugasamir um Ísland og spyrja um flóknari hluti en ég get svarað. T.d. um muninn á Evrópusambandinu og EES, af hverju göngum við ekki í Evrópusambandið, af hverju er allt svona dýrt á Íslandi? Hvernig á ég að vita það?

Það var mjög gaman að hitta strák frá Nýfundnalandi eða Newfinnland eins og hann sagði. Greinilega margt svipað þar og á Íslandi. Svo var R.J. frá Kanada í hokkýpeysu og ég að sjálfsögðu þekkti CCM (eða CMM?) og gat byrjað að spjalla um hokký. En ég veit svo sem ekkert um hokký en eins og alltaf þegar ég þarf að tala um íþróttir þá vitnaði ég bara í Steinunni villt og galið (takk Steinunn).

Í gær fórum við á markaðinn og keyptum jarðaber og hindber mmm. Þar er líka hægt að kaupa kjöt og fisk, osta, grænmeti, blóm og efni. Mjög skemmtilegt að rölta þar.

Síðan fórum við og hittum Marielle, Wim og börn (hollenskir skátar sem tóku á móti okkur fyrsta daginn) og sigldum með þeim og bátnum þeirra og svo buðu þau okkur í kvöldmat.
Á bátnum bakaði Marielle pönnukökur handa okkur. Þær voru mun þykkari og feitari (steikt upp úr meiri olíu) en þær íslensku. Ofan á fengum við síróp.
Krakkarnir þeirra, Liselle og Jacco, gefast ekkert upp á að tala við okkur á hollensku. Bara spjalla og spyrja um hitt og þetta. Svo reyndi Liselle að kenna okkur að telja upp á 10. Henni fannst við ekkert sérstaklega sleip í hollenskunni.

Í gærkvöld var svo þvottavélin prófuð í fyrsta skipti. Allt fór vel en það tekur tímana tvo (eða frekar 24) fyrir þvottin að þorna hér. Fyndið að í manualnum með vélinn er tekið fram hvað það fer mikil orka og vatn í hvert þvottkerfi. Enda Hollendinar sparsamir og spá í svona hluti.

3 comments:

Unknown said...

hahaha gott að maður verður að gagni í hollandi!:)

en löggan boy oh boy- það er bara allt að gerast þarna...

katalitla said...

Hollenska.... úfffff ;-)

Gaman að geta fylgst með ykkur þarna í útlandinu... hljómar alveg ferlega spennandi, enda alltaf gaman að breyta til og prófa nýja hluti.
Gangi ykkur sem allra best og vertu áfram dugleg að skrifa :-)

Knús frá Kötulitlu

P.s. það munar ekkert um vesenið að kommenta hér, sjæse!!

Alda Björk said...

Sæl skötuhjú
búin að búa mér til kommentaaðgang ;)
gaman að fylgjast með ykkur og hlakka til að lesa meira. Héðan er allt gott að frétta.

Kveðja Alda og co