Saturday 22 September 2007

Takk fyrir batakveðjurnar! held að ekkert hafi borið varanlegan skaða í þessum látum nema greyið hjólið. En það er nú í lagi.
Þið þurfið nú ekki að hafa áhyggjur að ég taki upp hollenska siði þegar kemur að kökum og afmælisboðum. Það yrði nú saga til næsta bæjar (eða lands).

Á fimmtudaginn kom Eva til Leiden og í gær kom Ingi.
Á fimmtudag förum við út að borða með hluta af bekknum mínum og í partý í skólanum. Hinn hlutinn ætlaði að koma en var svo stressaður yfir verkefninu sem við skiluðum í gær að þeir gátu ekki gefið sér tíma til að borða. Greyin. Ég ber mig að sjálfsögðu vel og þykist ekkert stressuð. Vakti bara lengur á miðvikudaginn til að hafa þetta af.

Ein gríska stelpan var mjög hissa að Eva hafi komið alla leið frá Íslandi í heimsókn til mín. Ég vissi ekki hvort ég ætti að vera móðguð en svo komst ég að því að hún hélt að það tæki ægilega langan tíma að komast hingað ALLA leið frá Íslandi. Ísland er jú á hjara veraldar.

Deildinni minni var breytt í skemmtistað á fimmtudaginn. Margt skemmtilegt var í boði, t.d. bítlaband, diskótek, jazzband, póker, karókí, sólstrandarstemming, ódýrir drykkir og ávextir og súkkulaðigosbrunnur! Við (ég, Eva og Jón) skemmtum okkur með tveimur hollenskum stelpum úr bekknum og amerískum vini annarrar þeirra (hinir voru heima að læra). Við hlustuðum á skondnar konur syngja hollenska slagara í karókíinu, dönsuðum við kennara (allir mættu í partý, kennarar, starfsfólk og nemendur) og smökkuðum auðvitað á súkkulaðinu.

Í gær fór ég í hlutverk leiðsögumanns og dró gestina um Leiden en komst að því að ég gat svarað afar fáum spurningum. Held að ég þurfi að bæta úr þessu áður en fleiri mæta á svæðið (nefni engan sérstakan..).

Í morgun fór ég með Evu og Inga á markaðinn og við tókum út fiskinn og sírópsvöfflurnar. Þau tóku svo lestina til Amsterdam, Jón Ingvar er á skátaráðstefnu að kynna íslenskt mót og ég að reyna að gera mitt besta í lærdómnum. Verkefnaskil eftir helgi og engin undanþága þótt maður sé með gesti.

1 comment:

Anonymous said...

sæl:)
var bara að velta fyrir mér uppskriftini af hrísgrjónasalatinu sem við gerðum þegar við borðuðum saman um daginn. Gætirðu nokkuð sent mér hana í e-mail? Er með hi mail sem er skammstöfunin af nafninu mínu og svo talan nítján á eftir.
annars skila ég og höddi bara kveðju og vonum að allt gangi vel.
danke

Alma frænka