Tuesday 25 September 2007

að hjóla

Hollendingarnir gera allt á hjólinu sínu. Þeir borða, drekka, reykja, tala í símann og halda á regnhlífinni í annrri á meðan þeir hjóla.
Einu sinni sá ég konu hjóla með annan handlegginn í fatla og svo hjóla þeir að sjálfsögðu með bjórinn og matinn heim úr búðinni. Það þykir ekkert tiltökumál að hjóla með nokkur börn á hjólinu, sé oft eitt við stýrið og annað fyrir aftan sætið og sumir eiga spes hjóla með trévagni framan á og hef ég séð mann með þrjú börn og innkaupapoka í slíkum vagni.
Eva sá fólk um helgina flytja dýnu á hjólunum sínum og í dag sá ég stráka ferja innkaupin úr IKEA á hjólinu.

Það er komið haust í Leiden, laufin og hnetuhylkin með göddunum á (veit ekki hvað það heitir) detta af trjánum, það hefur kólnað og rigningin er endalaus. Hlussurigning sem gegnbleytir mann á stuttum tíma. Með haustinu fylgir ný tíska, í dag sá ég nefnilega stelpu í hvítum frystihússtígvélum. Kannski er það eina vitið?

Ingi og Eva fóru heim í gær og enginn lengur til að tala íslensku við nema Jón. Eins gott að við höfum nóg að tala um, ekki hafa áhyggjur af því. Grikkirnir reyna ennþá stundum að tala við mig á grísku, kannski ég fari í grískutíma til að ná öllu slúðrinu.

Eva kom með fullt af dóti svo núna er gestafært (komin vindsæng) og ég get skriðið undir teppið frá mömmu á meðan ég les. Sem er einmitt það sem ég ætla að gera núna!

1 comment:

Anonymous said...

gott, ég var einmitt að bíða eftir að það yrði gestafært hjá þér, þá get ég loksins komið og verið góð;o)heehehehe gaman að lesa bloggið þitt, hugsaðu þér hvað þú verður komin með massaða kálfa eftir allt þetta hjólerí:D