Sunday 16 September 2007

helgin

Á föstudaginn fórum við á þjóðhátíð í Delft. Þar hittust um 15 Íslendingar (og 3 Hollendingar), flestir sem búa þar eða eru í skóla þar. Borðuðum og drukkum en þegar liðið byrjaði að syngja Sókrates urðu Hollendingarnir skrýtnir á svipinn og enduðu á því að slökkva á laginu!
Gaman að hitta aðra Íslendinga en væri skemmtilegt að hafa einhverja nær okkur. En aldrei að vita hvort maður hitti þetta lið aftur.

Í gær var sól og blíða svo við röltum niður í bæ á markaðinn. Ég hef ekki séð svona mikið af fólki þar síðan við komum. Lét nægja að kaupa jarðaber og horfa á allt dótið.

Um helgina er síðasta helgin sem er opið í vindmyllunni sem er hér rétt hjá. Við förum upp í hana í gær og í dag var slúttið. Þá kom lúðrasveit að spila og við mættum að sjálfsögðu til að taka hana út. Hún var bara nokkuð góð en vantaði nú svoldið kraft að okkar mati!
Við sáum nú líka lúðrasveit í gær sem var að pakka saman. Það var verið að kynna allskonar félags- og sjálfboðaliðastörf (ef því sem ég best skildi) í bænum og við tókum bækling um sveitina. Sú sveit virðist nú bara kunna marsa og polka. Jón fann aðra á netinu sem okkur líst ágætlega á og bíðum við bara eftir að fá svar við tölvupósti. Kannski megum við vera með!

Næsta fimmtudag ætlar Eva að koma í heimsókn. Á meðan hún verður hjá okkur verður akkúrat mánuður síðan við komum! Það kallar á hátíðarhöld:)
Ég ætla að nýta mér ferðina og fá smá dót úr geymslunni minni. Verst að ég pakkaði öllu svo vel niður, annars hefði verið fínt að fá rifjárn, ausu, desilítramál og önnur smáleg eldhúsáhöld.
Ég ætlaði að vera rosalega dugleg að læra um helgina til að vinna í haginn áður en Eva kemur en það hefur e-ð farið ofan garð og neðan. Ojæja...

3 comments:

Anonymous said...

hæhæ ég vara að skoða blogg hjá Svövu vinkonu og sá þar mynd af þér og Jóni :) gaman hvað heimurinn er lítill :)ég byð að heilsa henni ef þú sérð hana aftur! Annars hafið þið það bara gott :)

Anonymous said...

Sorrý Álfheiður, þú ert núna komin með þinn eiginn tengil ;) Gott að heyra að allt gengur vel, er alltaf í þvílíku nostalgíukasti við að lesa þetta blogg ykkar......alveg stemmingin sem maður þekkti frá Malmö, hellulagður garður, hrörleg garðhúsgögn, shaky en krúttlegt hverfi, fjölmenning í skólanum og einhæft mataræði, aahhh home sweet sweden. kv. Elva.

Anonymous said...

Blessuð nú er svo komið að gamla móðursystirin þarf að fá að heyra í þér???????????? viltu hringja í mig næst er þú ert á skype. kv Gagga