Saturday 8 September 2007

Ein heima

Um helgina er ég ein heim hér í Leiden. Jón fór á skátafund í Þýskalandi svo ég þarf að passa lyklana mína extra vel. Mér hefur nú ekki enn tekist að gleyma þeim neins staðar eins og heima. Stundum skildi ég bara lyklana eftir í skránni í Furugrundinni, það gengur nú ekki hér. Í gær tékkaði ég sérstaklega hvort ég hefði ekki örugglega læst öllum hurðum áður en ég fór að sofa.

Mér leiðist nú ekki þótt ég sé heima. Ég er að reyna að lesa það sem ég ætti að klára í síðustu viku og svo þarf ég að skila verkefni á þriðjudaginn. Það er hópverkefni en ég er núna að vinna að minni spurningu hér heima.
Ég hitti grísku hópfélagana mína í morgun og við skiptum með okkur verkum. Eftir að hafa fengið tölvupóst frá kennaranum sáum við að þetta er stærra verkefni en við héldum eða 5-10 bls. Hvað er málið að þurfa að skila verkefni strax í öðrum tíma?

Grísku stelpurnar er fínar og spyrja um ýmislegt tengt Íslandi. Ein er til dæmis alveg hneyksluð að við skulum synda í útisundlaugum á veturna. Alveg sama þótt vatnið sé heitt, þessi hitamismunur hlýtur að vera hættulegur!
Svo er vodkadrykkurinn Ursus mikið auglýstur í Grikklandi sem "the surprise from Iceland", auglýsingin sýnir fólk dansa og snjóinn fyrir utan. Ég kom nú alveg að fjöllum og hef aldrei séð þennan rauða drykk, það fannst þeim drepfyndið. Hafið þið heyrt um þennan drykk?

Grikkirnir í bekknum er líka alveg að ná nafninu mínu en ein vill endilega kalla mig Al eða Alf. Mér líst nú allavega ekki á Alf, man bara eftir loðinni geimveru í sjónvarpsþætti fyrir löngu sem hét Alf. Best að vera ekkert að tengja sig við svoleiðis...

Í lokin samtal við strák frá Suður-Kóreu:
Hann: what's your name?
Ég: Álfheiður
H: what?
É: Álfheiður
H: ó
H: and where are you from?
É: Iceland
H: Ireland?
É: no, Iceland
H: where is that?
É: it's a small island in the north Atlantic, not far from Greenland
H: ó

Greyið...ég gæti alveg eins hafa sagst heita Maraparasúkulátilí og vera frá Norðurpólnum.

3 comments:

Unknown said...

hahahah Alf hahahah

Anonymous said...

Ég mæli með Heidí hahahah

Anonymous said...

Afhverju ekki Alf, eða bara half?
Gaman að lesa bloggið þitt. Gangi þér vel í verkefnavinnunni. Reyndar skildi ég ekki þetta með smokkinn? Kannski þarf ég ekki að skilja það :)
Rigningarkveðjur