Sunday 9 September 2007

Ég er hýr og ég er rjóð

Jón er kominn heim! er lagið ekki einhvern veginn svona?
Hann komst klakklaust heim, flaug frá Þýskalandi til Hollands. Það er nú eiginlega bara innanlandsflug:)

Ég er búin að sitja yfir bókunum og reyna að berja saman smá verkefni. Mikið fjör að lesa um af hverju fólk notar ekki smokk. Endalaust hægt að lesa um það skal ég segja ykkur.

Í kvöld var réttur hússins: hakk og spaghettí. Um daginn var tilboð á hakki í búðinni og hagsýna húsmóðirin keypti að sjálfsögðu nokkra bakka og skellti í frost. Svo sullar maður þessu saman við pastasósu úr krukku og volá, fínasta bolognese! En það má fara að íhuga að gera aðra rétti úr hakkinu;)
Hér í útlöndum er líka kvöldmatarumgjörðin flottari en heima á Íslandi. Það er lagt á borð með diskamottum, kveikt á kertum og dinnermúsík. Og vaskað strax upp eftir matinn...

6 comments:

Eva said...

Ó, það er allt svo fullkomið í útlöndum :)

Anonymous said...

hæ hæ, gaman að sjá að þú ert farin að blogga!! Ekki annað hægt þegar maður er að upplifa svona mikið af nýjum og skemmtilegum hlutum!! Saknaðarkveðjur frá flautudeildinni

Anonymous said...

alltaf gaman að vera hýr;) hahahahahaahahahaha

Unknown said...

það eru nú oft flottheit í stofunni í furugrund þegar ég er í mat-seinast meira að segja sparihnífapörin!!!

Anonymous said...

Hei jei ég gat kommentað! er sko búin að reyna að kommenta oft og mörgum sinnum þar sem ég fæ alltaf síðuna upp á finnsku :D

en allavega gaman að heyra af þér og bið að heilsa jóni - spurning um að ég taki bara flug til þín og tjékki á þessum flottheitum í kvöldmatnum :)

bið að heilsa þér frænka
Maja

Anonymous said...

ég gat nú kommentað...