Wednesday 19 September 2007

STÓRSLYS!

Ég lenti í hjólaslysi í gær. Alvöru hjólaslysi meira að segja.
Ég var á leiðinni í skólann, það var smá úði en þegar ég var búin að hjóla nokkra metra bætti hressilega í rigninguna og það var eins og hellt úr fötu. Á leiðinni í skólann þarf ég að fara undir brú og þar var fólk að bíða, hélt greinilega að það myndi stytta upp. Ég ákvað að bíða líka en hugsaði með mér eftir smá stund að ég væri hvort sem er orðin blaut og ákvað því að halda áfram. Í körfunni framan á hjólinu var ég með tösku/poka með bókunum í, bækurnar byrjaðar að blotna svo ég ákvað að reyna að setja plastpoka yfir til að bjarga málunum.
Svo held ég áfram nema þá fýkur plastpokinn af, ég reyni að laga þetta með annarri hendinni en missi stjórn á hjólinu á rennblauta veginum.
(Til að útskýra nánar þá er hjólavegur við hliðina á bílaveginum og vegrið á milli á þessum stað vegna hæðarmismunar, sem sagt hjólavegurinn liggur aðeins ofar en bílavegurinn.)
Ég er nú ekki alveg viss hvað gerðist nákvæmlega en ég flýg yfir vegriðið og niður á bílaveginn með hjólið og allt með mér.
Ég fékk nett panik kast liggjandi þarna í götunni, hélt að ég væri stórslösuð, pottþétt með gat á hausnum og myndi missa af fundinum sem ég var að fara á og tímanum seinna um daginn og hugsaði að ég kynni ekkert að fara til læknis og Jón væri ekki heima og hvað hefði eiginlega gerst ef strætó hefði verið að koma?
Mér tókst þó að skrölta á fætur, reyndi að halda andlitinu (gekk mjög illa), tala við fólkið sem var þarna um að það væri í lagi með mig (fann allavega ekkert blóð og gat labbað) og hjólaði aftur heim þar sem ég var gegnblaut frá toppi til táar. Hjólið mitt rispað, karfan beygluð og fötin skítug og blaut.
Ég rétt hafði tíma til að skipta um föt, reyna að róa sjálfa mig niður og koma mér í skólann til að fara á fund með mentornum mínum, henni Chris.
Þegar ég kom til hennar var ég greinilega ekki búin að ná mér og þegar hún spurði hvernig ég hefði það þá fór ég bara að skæla yfir öllu saman! Laglegur fundur það. En svo spjölluðum við um námið og mín plön um framtíðina og svona. Hún bauðst til að fara með mig til læknis en ég ákvað að þess þyrfti nú ekki.
Þvílíkt drama!

Afleiðingarnar voru hausverkur í allan gærdag, marblettur á löpp, rispa á baki, afar stíf og aum
öxl og myndarleg kúla á haus.

En meira drama, mér var sagt í gær að ein gríska stelpan ætlar að hætta í náminu. Henni finnst þetta svo erfitt og mikið álag. Það er búið að vera mikið af skilaverkefnum og kynningum og henni finnst líka hún ekki geta komið efninu frá sér á ensku eins og hún vill. Hún er hætt að sofa fyrir stressi og ég veit ekki hvað og hvað.
Hún var í viðtölum og e-ð í gær á meðan við vorum í tíma en svo ætluðu nokkrir krakkar að hitta hana og heyra í henni hljóðið. Ég frétti á morgun hvernig þetta mál hefur endað.

Við Jón fórum aftur á móti í afmæli til Wim í gærkvöldi. Hér í Hollandi er ekki verið að troða í mann veitingum, nei, þú færð eina kökusneið. Ég var búin að heyra þetta frá Íslendingum sem búa hér og þetta passaði. Jú svo voru flögur í skál.

6 comments:

Anonymous said...

Úps ekki var nú gott að lesa þetta, en fall er faraheill verður ekki bara að hugsa þannig??? Þetta kennir þér að gera bara eitt í einu, allavega ef þú ert á hjóli! Veit að þú hressist fljótt og vona líka að gríska stelpan haldi áfram, bæði hennar vegna og ykkar.
Setti nokkrar myndir á síðuna í gærkvöldi. Smiðirnir ætla að klára að setja eldhúsinnréttinguna upp í kvöld og annaðkvöld á að byrja að leggja parketið. Brynjar ætlar að mála loftin í kvöld og svo ætlum við Ásta að þvo skápa og setja hurðir fyrir á laugardaginn. Semsagt - allt á fullu.
Heyri í þér Skype sem fyrst
mamma

Unknown said...

jahérna hér!!! greyið mitt:) en þú ert nú fljót að ná þér af þessu!
ég er meira í því að fá hjól aftan á mig, einu sinni hjólaði vinur minn aftan á mig þegar við vorum að hjóla og við duttum bæði og svo á mánudaginn hjólaði einhver sætur gaur aftan á mig á leiðinni í skólann- kannski var það bara viiljandi;)

Anonymous said...

Ég helt að þú værir búin að læra að hjóla án hjálparadekkja? Slysin gerast en þakkaðu fyrir það að þú komst nú heil út úr þessu öllu saman. Þetta hefur verið skemmtilegt afmælisboð, þú gætir svosem haft með þér auka köku, því sannir Íslendingar borða nú aðeins meira en eina sneið í afmælum. En guðanabænum taktu ekki þennan "einna köku sið" með þér aftur heim :)

Anonymous said...

Það munar ekkert um það... en þetta hafði geta farið verr ef strætó hefni nú mætt, úfff!
En gaman að fylgjast með ykkur og greinilega mikið af ævintýrum framundan :-)

Anonymous said...

hehehe... það er nú gott að þú sért heil á húfi... hef einmitt oft velt því fyrir mér hvort ég sé ekki alveg að detta á hjólinu... en ég er enn án slysa :D

ég myndi kanski ekki bjóða hollendingum í veislu hjá okkar family... þætti fyndið að sjá fólkið fá sér bara eina kökusneið...hmmm... :)

en bið að heilsa þér og farðu varlega..
maja

Anonymous said...

Að heyra þetta! Gott að það sé í lagi með þig og þú náir þér fljótlega:) Gaman að heyra í þér og vona að gangi vel í skólanum:):)
p.s líst ekkert á þennan einakökusneið sið hollendinga .. þú þarf að kenna þeim hvernig á að fara að alvöru veislu.. hehe:)