Tuesday 4 September 2007

Brjálað að gera

Núna er allt komin á full swing í skólanum. Kannski fullmikið swing...

Í dag var í fyrirlestur 9-11, annar 11-13, workgroup 13:30-16 svo velcome drink frá 17-19! Fyrst átti meira segja workgroup frá 13-17 en sem betur fer fengum við hálftímapásu í hádeginu og svo stóð vitlaust á netinu að tíminn ætii að vera til fimm.

Í morgun fór ég í Health Promotion and Disease Prevention. Það var skemmtilegur tími en það tekur virkilega á að meðtaka allt á ensku. Maður þarf ennþá meiri athygli en venjulega sem getur verið erfitt 45 mín í einu. Í þeim áfanga eigum við t.d. að búa til okkar eigið fræðsluprógramm sem við förum með inn í skóla. Ég og nokkrar grískar stelpur munum fræða unglinga um öruggt kynlíf (safe sex). Spennandi að gera verkefni sem er notað í alvörunni en ekki bara á blaði sem endar í skúffu hjá einhverjum prófessor.

Síðan fór ég í Basic theraputic skills sem á að kenna manna að vera þerapisti, þ.e. hlusta og humma á réttum stöðum. Nei segi svona. En fyrirlesturinn var mjög klínískt miðaður, sem sagt beint að þeim sem eru í klínískri sálfræði. Sumt sem prófessorinn sagði er nú ekki í samræmi við það sem ég lærði í HÍ en best að fara ekki nánar út í það hér. Nema einhverjir með gríðarlegan áhuga gefi sig fram;)

Eftir hádegi fór í í Basic theraputic skills workgroup. Eins og í öðrum workgroup-um sem ég er í samanstendur hópurinn nokkurn veginn af mér og hópi af Grikkjum. Gaman að því. Í þessum hópi er að vísu líka tveir Hollendingar og ein stelpa frá Brasilíu. Í þessum hópi verður mikið af roleplay og æfingar í að vera sjúklingur og þerapisti. Svo á ég að skrifa dagbók um hvernig ég þróast sem þerapisti og um hvernig gengur í hópnum og stöðu mína í hópnum. Ægilega mikið reflectað. Ekki alveg minn tebolli en maður verður að vera jákvæður og sjá hvernig þetta fer:)

Í velkomin-drykknum hittust nokkrir kennarar og nemendur og spjölluðu. Það var fínt, aðallega erlendir stúdentar sem mættu (sem ég hef hitt áður) og ég hef hitt tvo af fjórum kennurunum. En gott að hitta fólk og þekkja það aðeins betur.

Í gær var upplýsingafundur og stöðupróf í tölfræði.

Það var ekki skylda fyrir mig að mæta í prófið af því það var ekki krafa um að ég tæki undirbúningsnámskeiðið. Okkur var samt ráðlagt að fara til að sjá hvar við stöndum svo ég mætti. Ég er nú ekki búin að fá niðurstöðurnar en Chris, kennari sem ég hitti áðan, sagði að hún hefði fengið þær og að ég hafi fengið 7 eða 7,5 og væri meðal þeirra efstu. Gott hjá mér:)

En prófið var nú ekki erfitt og sumt sem ég hefði átt að geta. Chris sagði að prófið hefði verið einfalt og það væri krafist mun meira af okkur.

Það er svoldið langt síðan ég var síðast í tölfræðiáfanga svo ég er að pæla hvort ég ætti að fara í áfangann. Mér veitir ekki af upprifjuninni en þetta er aukaáfangi sem er tvö kvöld í viku alla önnina. Ég hef svo sem nóg annað að gera en alltaf gott að vera með hlutina á hreinu. Hvað ætti ég að gera?


Það var líka rosaspenna í götunni okkar í gær. Þegar ég fór út kl. 15 var undercover löggan mætt að spjalla við dópistana. Þegar ég kom heim rúmlega 16:30 voru meira af fólki mætt og slökkviliðið líka. Þeir voru nú samt bara á fólksbíl svo ég giska á að þetta hafi verið brunavarnareftirlitið. Svo fór ég í prófið, ennþá fólk á svæðinu og þegar ég kom heim milli sjö og átta var búið að negla fyrir hurðina og löggan að láta nágrannana vita. Þeir sögðu víst Jóni að þeir væru að losa okkur við "óæskilega nágranna".

Ætli lögguhasarinn sé ekki búin í bili...

Á morgun er planið að fara á pósthúsið og sækja það sem ég er að vona að sé bankakortið mitt. Síðan þarf ég að fara og kaupa bækur í skólanum. Þar er ekki hægt að borga með reiðufé, þess vegna er ég ekki búin að redda mér bókum, ekki bara skussaskapur!

3 comments:

Eva said...

Sko, með þennan áfanga, þá er náttúrulega alltaf gáfulegt að læra sem mest ... eeeeeeeeeeeeeeeeenn ... að búa í nýju landi er bara of spennandi og skemmtilegt til að eyða svona miklum tíma á kvöldin í skólanum. Mitt svar er því, sleppt'onum, þú átt hvort eð er bara eftir að vanrækja hann ef þú skráir þig í hann.

Gott að vita samt að löggan tekur á svona dópistafólki og gerir eitthvað í málunum. Bravó fyrir því. Líka bravó að hún skuli vera búin að því áður en ég kem :D

Unknown said...

ég er sammála evu...njóttu lífsins frekar! það erum við kristrún að gera í malmö núna- hún er í heimsókn í 3 daga- geggjað gaman:)

knúúúúúss

Anonymous said...

Obbobbobb, bara hasar í Hollandi?