Friday 14 September 2007

Er það nú!

Í nótt geymdi ég hjólið mitt fyrir framan húsið en ekki í einka garðportinu okkar eins og venjulega. Þegar ég fór út í morgun var hjólið mitt á sínum stað, var svoldið stressuð um að því yrði stolið, og þá hafði einhver sett tóma bjórdós í körfuna mína! Eins og karfan mín sé einhver ruslakarfa!

Í síðustu búðarferð var tilboð á bjór sem þótti nauðsynlegt að skella sér á. Þegar matnum og bjórnum var púslað í bakpoka og á hjólin kom í ljós að það var svo lint í afturdekkinu hans Jóns að hann gat ekki haft bjórkassann á sínu hjóli. Þá voru góð ráð dýr, átti hann að leiða hjólið heim með kassann á bögglaberanum eða átti ég að reyna að koma kassanum í heilu lagi heim? Einn liður í að samlagast hollensku samfélagi er að geta hjólað heim með bjórinn á bögglaberanum svo ég hefði ekkert val. Ég varð að koma kassanum heim. Til viðmiðunar þá hjólaði Jón með hálfan kassa heim í síðustu bjórkaupum.

Fyrstu metrarnir voru ansi skrykkjóttir og varð ég einu sinni að svína á tvo stráka til að missa ekki jafnvægið. Þeim fannst ég greinilega mjög fyndin og kölluðu e-ð til mín og hlógu ægilega. Mikið vildi ég að ég hefði skilið þá.
En með gríðarlegri einbeitingu komst ég í gegnum þessa þolraun! Um helgina verð ég að smakka á þessum bjór sem kostaði bjór, svita og tár (og minna en þúsund kall).


Í búðinni var líka vikutilboð á kíví. Í okkar súpermarkaði er ekki hægt að velja sér það magn af ávöxtum sem maður vill, maður verður að kaupa eitt kíló í einu. Ef maður vill minna magn í einu þarf maður að fara í fínni búðir til þess. Þess vegna hefur ávaxtaát aukist eftir að ég flutti út, þótt ég kaupi bara eina tegund í einu. Ég þarf að klára kassann áður en allt skemmist og hef því borðað fleiri kíví í vikunni en allavega síðasta hálfa árið til samans.

Það er greinilegt að fólk breytist ekkert mjög mikið við að flytja til annarra landa. Matur er enn mjög mikilvægur hjá mér og Jón er ekki hættur að kaupa bjór.


P.S. ef einhver er í vandræðum með að kommenta þá er auðveldast að haka í "other" hægra megin í glugganum á þá er hægt að skrifa nafnið sitt þar.

P.P.S. ég á mynd af mér með kassann á bögglaberanum en tókst ekki að setja hana hér inn, það bíður betri tíma. Nágrannarnir halda líklega að við séum skrýtin að taka myndir af okkur að koma heim úr búðinni.

6 comments:

Anonymous said...

basl með bjór á bæki, hvað eru mörg b í því? hahaha gaman að lesa um það hvernig þið eruð smám saman að aðlagast þarna úti, keep it up!

Anonymous said...

Af því að Jón Ingvar er að spá í lúðrasveitina á staðnum þá datt mér í hug að benda á vefinn hjá Jóhanni í Vestmannaeyjum, Jóa Listó, af því að mynd vikunnar þar núna er af flautuleikaranum Ian Anderson í Jethro Tull, sjá hér http://www.123.is/listo/. Þar eru margar góðar myndir. Við hittum hann á Húsavík um daginn.
Takk fyrir að kenna manni á að skrifa "comment".

Anonymous said...

Hæhæ ég vildi nú bara láta vita að ég er að lesa hjá þér og það er voða gaman að sjá hvað þú ert dugleg að skrifa :)
Gangi ykkur vel þarna úti og haltu áfram að vera dugleg að skrifa :)

Anonymous said...

Hahaha - þú ert fyndin! Var að sjá þetta fyrir mér þegar ég las bloggið:) hehehe
gaman að heyra í ykkur - gangi ykkur vel:)

Anna Kristín said...

Það er alltaf gaman að lesa hvað það er mikið stuð í útlöndum hjá ykkur. Allt að komast í eðlilegt horf ;) og bjórinn ekki langt undan-eins gott kannski.
Ekki vera feimin við að taka myndir, það er svo gaman að geta skoðað þær later ;)

Miss U

Anonymous said...

Amiable fill someone in on and this post helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.