Wednesday 10 December 2008

Seinni hluti

get víst ekki gert æsispenntum lesendum það að draga lok sögunnar lengur...

- vaknaði rúmlega sex á fimmtudagsmorgun og skundaði út á Schipol. Eftir fjögurra klukkutíma ferðalag með flugvél, rútu og lest kom ég til Bangor í Wales. Eftir smá labb um bæinn fann ég gististaðinn. Í þessum blessaða bæ eru sko brekkur! smá viðbrigði eftir flata Holland.

- eftir check-in þá ákvað ég að skoða bæinn betur. Ansi lítill bær, 13 þús íbúar + 10 þús stúdentar frá öllum heiminum, það leyndi sér ekki. Mikið af ungu fólki allstaðar á röltinu - gisti að vísu nálægt háskólanum - og auglýsingum um húsnæði fyrir stúdenta.
Á leiðinni út á hina frægu bryggju bæjarins kom þetta rosalega haglél og síðan hellidemba. Ég var akkúrat á einhverri íbúagötu og því engin búð eða pöbb til að leita skjóls í. Skemmtilegt þegar maður er í pilsi og opnum skóm! Með bleytuna lekandi úr hárinu og gegnblauta skó sem skvampaði í þegar ég labbaði endaði ég í Mark&Spencer, keypti smátterí í kvöldmatinn og hrökklaðist upp á hótel.

- Gleymdi að sjálfsögðu að setja skóna á ofninn og byrjaði daginn því á að eyða góðum tíma að þurrka skóna með hárþurrka - mikið fjör.
Mætti svo hálftíma of snemma í viðtalið (svona just in case ég myndi villast) sem var svo hálftíma of seint! Gerði mitt besta að sýna snilli mína í viðtalinu sem var tvíþætt. Fyrst tala við aðalfólkið og svo við hinar þrjár konurnar sem vinna við prógrammið. Allir voða kammó og spurðu um allt milli himins og jarðar, t.d. hvort ég hefði persónulega áhuga á mat. U já og byrjaði svo að lýsa sterkum fjölskylduhefðum en komst aðeins á hálan ís þegar ég fór að lýsa haustslátrun og sláturgerð - kannski ekki alveg mín sterka hlið að lýsa þessu á ensku án þess að hljóma of brútal.

- Konurnar þrjár sögðu að ég yrði bara að kíkja út á bryggju svo ég þorði ekki annað en að hlýða og skundaði af stað. Sá sko ekki eftir því, dásamlegt að fá smá rok á sig og horfa út á sjóinn og á fjöllin. Almennilegt landslag loksins. Kvöldið áður eftir haglélsárásina og hundbleytuna fannst mér þetta alveg glataður bær en þarna hlóðust inn stigin.

- Strunsaði til baka til að ná lestinni - rétt missti auðvitað af henni. Komst nú samt til Liverpool eftir lestarskipti í Chester en þá var flugrútan alltof sein og föstudags-seinniparts-umferðin alveg í hámarki og því allt of sein miðað við áætlun á völlinn. Flýtti mér í gegnum öll check til að bíða ár og öld við hliðið - auðvitað hellings seinkun á fluginu.

- Svo bara pakka draslinu fyrir flugið heim. Með örfá aukakíló í töskunni og hellings of mikið í flugfreyjutöskunni förum við á völlinn. Kát konan í check-in-inu og allt fór í gegn án athugasemda. Jess.
Ég hef virkað ægilega ósjálfbjarga á flugfreyjuna því hún leiddi mig nánast að sætinu mínu, setti allt dótið mitt og kápuna upp í hólfið og færði kallinn sem hafði sest í sætið mitt. Beið bara eftir að hún spennti á mig beltið.

- Eftir að hafa hitt nokkra vini og ættingja fyrir sunnan og mikið át var brunað norður strax á sunnudeginum. Mér til mikillar gleði var allskonar veður á leiðinni, vont skyggni, hríð og læti. Það fannt ekki öllum í bílnum það jafn skemmtilegt.

- Á mánudaginn hringdi svo Pauline frá Bangor University. Þau voru "very impressed", ég var "right on with my message", svör mín við spurningum þeirra var það sem þau voru að leita eftir og ég spurði góðra spurninga. Aftur, "very impressed" (hún endurtók það, ég er ekki bara að monta mig).
En því miður var einn umsækjandi búin að vinna með þetta prógramm í nokkur ár og því var ákveðið að ráða hann vegna reynslunnar EN ég var næst í röðinni (ef ég skildi hana rétt - segjum það bara). Að lokum sagði hún að þau myndu auglýsa stöðu aftur eftir ár eða fyrr og hvatti mig til að sækja aftur um.
Ég er alveg hoppandi glöð með þetta símtal og að ég hafi komið vel fyrir og greinilega ekki bullað svo mikið. Eftir viðtalið var ég nefnilega ekki viss hvernig þetta hefði farið og mundi eftir ýmsu sem ég hefði getað eða átt að segja. Gerði mér engar væntingar um þetta starf svo ég er ansi glöð að hafa fengið viðtal yfir höfuð og líka að hafa gengið svona vel.

- Núna tekur bara við smá leti, konfektgerð, bakstur og almenn gleði. Ætla að fræða bekkinn hennar mömmu um hollensk jól, aðallega Sinterklaas býst ég við og fékk líka smá vinnu á póstinum við að bera út - svona eins og í 1. bekk í MA. Svona fer lífið í hringi :)

6 comments:

Anonymous said...

bwhahahaha íslensk sláturgerð og matarvenjur--- vá hvað ég sprakk úr hlátri. Þú hefur væntanlega verið í essinu þínu og þær þurft að stoppa þig af!!

En vá smá spennandi dagar:)

Anonymous said...

Velkomin heim:o)
Hlakka til að sjá ykkur
Magga

Anonymous said...

velkomin heim, hlakka til að sjá þig :) kv, Harpa

Una said...

vá, hljómar eins og þú hafir alveg heillar þær upp úr skónum í viðtalinu! Gott hjá þér! Bestu kveðjur frá fellow-jólapósti. Búin með vakt nr. 2. Stóráfallalaust. Datt bara einu sinni á hausinn í gær í klikkaða veðrinu. Sé ekki á mér samt. Bara egóið með smá marblett. Stuðkveðjur á Agureyrina. ;)

Anonymous said...

Vá, innilega til hamingju með þetta... stóðst þig ekkert smá vel :-)
Annars sennilega gott að vera komin í rólegheitin á Akureyri, enda er það best í heimi.... heyri svo í þér og við tökum hitting!!

Rúna said...

Velkomin heim!
Vá frábært að viðtalið hafi gengið svona vel :)
Rekst kannski á þig á Akureyrinni um jólin.