Tuesday 9 December 2008

Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch station

og þetta er ekki bull heldur lengsta nafn á lestarstöð í heimi! sem er einmitt í Wales. Ástæðan fyrir því að ég bý yfir þessum einskins nýta fróðleik er að ég skrapp til Wales í síðustu viku. Til að gera langa sögu stutta:

- sá auglýst starf við Bangor University í Wales sem var ansi nærri því að vera draumastarfið. Fannst nú ólíklegt að ég fengi einu sinni viðtal þar sem mig vantar reynslu og svona en sótti nú samt um.

- á sama tíma var ég að bíða eftir athugasemdum frá leiðbeinandanum sem var að bíða eftir að fá athugasemdir frá hinum leiðbeinandum (þessum fyrrverandi sem fór í fæðingarorlof og er núna aukaleiðbeinandi). Leið og beið og ég var farin að sjá fram á að ná ekki að klára þetta áður en ég færi heim.

- fæ póst frá Bangor University og ég boðuð í viðtal. Kemstu 5. des? ööö kíki á flugmiðann heim til Ísland, 6. des, umm já ekkert mál. Panta flug til Liverpool fimmtudaginn 4. des og til baka kvöldið 5.des.

- fæ svo loksins póst frá leiðbeinandanum á föstudegi, viku fyrir viðtal. Ég hafði beðið hana að skrifa staðfestingarbréf um að ég væri alveg að klára fyrir LÍN sem voru farnir að anda niður um hálsmálið á mér. Hún sagði að ég skildi bara laga þetta, þetta og þetta og skila þessu bara inn í næstu viku og hún skildi gefa mér einkunina þá til að ég gæti sent námsárangurinn inn. Ö ég þarf þá að skila á miðvikudaginn...

- vinn að ritgerðinni um helgin og fæ svo fund með leiðbeinandanum á mánudeginum til að fá svör við nokkrum spurningum. Hún segist vera búin að ákveða hvað ég fæ í einkunn, ég samt ekki búin með ritgerðina, og segir mér hana og gefur mér umsögn. Segir mér svo að koma bara fyrir hádegi á miðvikudeginum og sýna mér ritgerðina og þá muni hún skrifa undir einkunina, svona ef þetta lýti vel út.

- Á þriðjudagskvöldið fæ ég póst með athugasemdum við málfar, setningaruppbyggingu og svoleiðis frá enskri stelpu, sem ég þekki, sem vinnur við þýðingar. Hún sagði mér að fá ekki áfall þegar ég sæi athugasemdirnar, hún vinni nú við þetta og væri mjög pikkí. En ó mæ god.
Sem betur fer var Jón Grétar búin að lesa þetta fyrir mig líka svo e-ð var ég búin að laga.
Klukkan 5 um nóttina ákvað ég að þetta yrði að duga.

- Eftir þriggja tíma svefn tók ég lestina til Leiden (ó já við vorum flutt til Nieuw Vennep), lestin sem ég ætlaði að taka kom ekki svo ég stóð á pallinum í 40 mín.
Ritgerðin prentuð út, kallinn á prentstofunni gerði ekki alveg eins og ég vildi en hafði ekki tíma né nennu til að röfla.
Eintökunum fjórum hent í kennarann (nei grín). Hún var hress eins og ávallt og sagðist ætla að kíkja á þetta til að athuga hvort hún væri ekki ennþá sammála einkuninni, haha (það fannst mér ekki fyndið).

- restin af deginum fór í að skrá sig úr skólanum (vesen - kellingin var ekkert á því að leyfa mér það), úr bænum (ennþá meira vesen - neyðarhringing til Jóns til að koma með vegabréfið, kvittuðum 2 mín fyrir lokun) , selja hjólið fyrir sorglega lítinn pening (og fá vorkunn pólska hjólamannsins vegna þess að ég væri að fara heim til Íslands - kannski ég kæmi bara strax aftur?), síðasta kaffihúsasetan með Grikkjunum og síðasta pizzan með káli og sýrðum rjóma á Donatello fyrir hjólapeninginn.

Svo bara pakka fyrir ferðina miklu til Wales. Þessi langa saga varð nú ekkert svo stutt svo ég set inn framhaldið síðar....

4 comments:

Anonymous said...

Vá maður, það er ekkert smá. Ég er bara orðin spennt. Hvernig gekk viðtalið??? Komdu með framhaldið sem fyrst!!
Innilega til hamingju með að vera búin með ritgerðina :-)

... ég bý enn á Akureyri þannig að endilega bjallaðu í mig ef þig langar í kakóbolla og kjafta :-)

Anonymous said...

ohhh þú heldur manni í heljargreipum með þessari spennu!! þó ég viti ýmislegt er þetta bara svo spennandi saga:)

Una said...

haaaaa, hvernig geturu hætt að skrifa í miðri sögu??!!! ég sit á brúninni... alveg orðin uppspennt yfir því hvað þú hefur verið með mörg járn í eldinum þarna síðustu dagana úti. hvernig gekk viðtalið? hvað fékkstu fyrir hjólið? nieuw vennep já, var það hjá vini ykkar? hvað fékkstu í einkunn? dís... verður að klára þessa frásögn stelpa! :)

drekinn said...

Halló??????? Ert búin með ritgerðina og hefur ekkert betra að gera en að klára þessa sögu þína! Ussssssss maður er ekki búin að sofa í 2 nætur fyrir spenning!
BTW þá veit ég samt hvað hún fékk í einkunn......hún kom hingað í heimsókn til mín í veikindabæ og sagði mér áður en hún hvarf af landi brott! Get aðeins sagt að þetta var sko ekki amaleg einkunn hjá stúlkunni! STÓRGLÆSILEGUR árangur!