Thursday 20 November 2008

Ást

Hver man ekki eftir gríðarlega vísindalegum og flóknum útreikningum á ástarprósentum?
Hægt var að sjá á milli hverra var mest ást með að reikna prósentur á milli nafnanna á afar flókinn hátt. Það einfaldaði málin að sjálfsögðu að vita hvaða strákum tók ekki að vera skotin í, best að einbeita sér að gaurnum sem gaf bestu prósentuna.

Hollendingar er nú e-ð á eftir, núna eru Hollendingar loksins búnir að fatta þessa visku. Þeir eru meira segja búnir að tæknivæða þetta - hægt er að senda sms með nöfnunum á sérstakt númer og fá prósentuna senda tilbaka! Í auglýsingunni sést stelpa og strákur á bar, hún sendir sms og úff fær 9% tilbaka! Það er auðvitað alveg glatað svo hún sturtar drykknum sínum yfir strákinn. Óþarfi að eyða meiri tíma í gaur með svona lága prósentu...

6 comments:

Anna Kristín said...

BWAHAHAHA þetta er algjör snilld, spurning um að koma þessu upp hérna á klakanum-nice business hugmynd svona í kreppunni.

Anonymous said...

ohhhhh holland!!

svo glatað!!

Unknown said...

hæjj
var að horfa á vidjóklippið frá ykkur síðan á Van Gogh. Sá það á síðunni hans jóns, voða gaman að sjá framan í ykkur- hlakka svo til að fá ykkur heim!!!

drekinn said...

ertu búin að senda fyrir ykkur Jón?
Verður nú að vita hvað er mikil prósenta milli ykkar! Annars bara dömpa manninum hið snarasta!

Álfheiður said...

Nei en ég ákvað að rifja upp reiknisnillina og reiknaði þetta bara sjálf!
Það verður gengið frá nafnabreytingum um leið og við komum til Íslands - þetta gengur allavega ekki upp með þessi nöfn...

Anonymous said...

hahahhaha sniiiiilld en vá hvað þeir eru samt seinir í þessu hahha =)