Wednesday 12 November 2008

Gaman

Í gær var dagur St. Martin en þá ganga börn um með ljósaker eða luktir, banka uppá hjá fólki og syngja lög um þennan blessaða Martin og fá nammi í staðinn.
Þegar ég hjólaði heim sá ég fullt af krökkum með ljósaker sem þau höfðu mörg greinilega gert sjálf - mjög skemmtilegt. Þegar ég kom heim sagði Jón að það hefði enginn bankað hjá okkur - sem betur fer. Við áttum sko ekkert nammi til að gefa - var alveg tilbúin að afsaka mig "sorry, geen snoepjes" en það slapp til.

Aðalmál síðustu daga er samt að ég er búin að panta flug heim og lendi á klakanum laugardaginn 6. desember klukkan 15:30.
Búið að vera soldið stress, ætlaði að koma nokkrum dögum fyrr en verðið á fluginu rauk upp úr öllu valdi svo þetta var eins snemma og ég komst með beinu flugi án þess að borga 100 þúsund kall fyrir. Já takk, það er verðið aðra leiðina ef maður pantar ekki nógu snemma og þetta er ekki einu sinni Saga Class sæti. Nei nei bara venjulegt Economy.
Ég farin að hugsa svo mikið um flutninga og hvernig í ósköpunum ég komi öllu draslinu heim að stefnir í vandræði. Jóni finnst ég allavega hugsa of mikið. En hvað um það, ég er alveg að fara heim!

2 comments:

Alma said...

Frábært að fá ykkur heim!! Sjáumst í desember!!:D:D

Anonymous said...

jeij, hlakka til að sjá þig:oD