Monday 17 November 2008

Nýta tímann

Þegar dögunum hér í Amsterdam fækkar hratt þá er nauðsynlegt að nýta tímann vel.
Á laugardaginn litum við því upp frá tölvuskjánum og fórum við á Van Gogh safnið og sáum James Bond í Tuschinki bíóinu.

Með miðanum á safnanótt sem við fórum á um daginn fylgdi aðgangur að einu safni að eigin vali sem gildir fram að áramótum. Við ákváðum að sjálfsögðu að fá sem mest fyrir frímiðann og fara á stórt safn. Þar er hægt að vera í marga klukktíma ef maður er mjög áhugasamur um málarann og hans list. Kíktum meðal annars á sólblómin, krumpuðu skóna, gula húsið og akrana þar sem krákurnar fljúga yfir.
Einnig eru á safninu verk eftir aðra listamenn og núna stendur yfir sýning á mikilvægum eða merkilegum listaverkum í eigu hollenskra safna. Sáum t.d. vídjólistaverk sem sýndi óeðlilegan handþvott. Aðein sást í hendurnar sem eru þvegnar aftur og aftur, líklega einhver með þráhyggju og áráttursökun. Ég er ekki viss um að ég hafi skilið þetta verk.

Að fara í bíó í Tuschinki er meira eins og að fara í leikhús heldur en í bíó. Húsið sjálft á sér merkilega sögu og er í afar sérstökum stíl. Salirnir og reyndar allt húsið er mjög flott og þeir sem eru forvitnir geta séð mynd af salnum sem við fórum í hér http://www.pathe.nl/tuschinski/ , myndin ætti að koma upp á forsíðunni.
Við tímdum ekki að spreða í meira en venjulegan miða en líka er hægt að kaupa VIP miða á svalirnar og ennþá flottara er að kaupa miða í "loveseats". Þá fær maður tvöfalt sæti í sérstökum bás og fær veitingar og vín. Ægilega rómó. Svoleiðis miða kaupi ég þegar ég verð rík.

2 comments:

Anonymous said...

já um að gera að nýta tímann, fyndið hvað maður gerir stundum ekki neitt fyrr en á síðustu stundu, þetta var svona líka í danmörku hjá mér, maður var þarna allt árið svo alltí einu þegar heimferðin nálgaðist þá fattaði maður; ahh já shit, maður ætti kannski að skoða eitthvað;o) en annars finnst mér þið búin að vera rosa dugleg, verður gaman að sjá ykkur í desember!

Anonymous said...

Ég er stolt af ykkur að hafa drifið ykkur í flotta bíóið. Sé eftir að hafa ekki farið sjálf