Thursday 5 June 2008

Hratt?

Ég fór áðan að kaupa afsláttarkort í lestarnar. Jón er ekki heima næstu tvo mánuði svo ég get ekki notað hans kort, held að þetta borgi sig af því maður fær alveg 40% afslátt með svona korti. Svo eru líka að koma gestir og ég verð að hlífa þeim við okurverðinu í lestarnar.
Það gengur allt með sniglahraða í þessu blessaða lestarfyrirtæki eins og annars staðar hér í Hollandinu. Ég fyllti allt samviskusamlega út og skila inn, gaurinn hress með allt saman og segir svo: þú færð svo kortið eftir þrjá mánuði! jesús hversu lengi er verið að plasta eitt kort? gamanaðþessu.

Búin að redda nýrri íbúð - það fylgir köttur með! var ekki viss um að taka að mér aukaheimilismeðlim fyrst en ákvað að nú sé tíminn til að eiga gæludýr. Hef aldrei átt dýr - tja fyrir utan gullfiskinn sem Jón fékk reyndar í afmælisgjöf. Hann lifði nú ekki lengi greyið, vona að það segi ekkert til um framtíð þessa kattar.
Þurfum að vísu að leigja lengur en við þurfum svo ég verð hér ein með tvær íbúðir í júlí. Vantar einhvern gistingu?

1 comment:

Anonymous said...

hahah, ætlaru að fara að taka að þér kött. Þá held ég að hún Lína dreki muni vilja gista hjá þér margar nætur. Passaðu þig bara á henni :)
Góða helgi
Harpa