Tuesday 17 June 2008

Komin heim

Ég ákvað að koma aðeins fyrr heim - ekkert að gera í útlandinu - og kom beint frá Kaupmannahöfn til Akureyrar á föstudaginn. Óþarfi að eyða tímanum í Reykjavík ef maður kemst hjá því.

Mamma hélt að ég kæmi heim á mánudeginum svo ég náði að koma henni aðeins á óvart. Hún hélt þó ró sinni enda þarf meira til að slá hana út af laginu.
Síðan er búin að vera stanslaus gleði - útskriftarveisla þar sem ég náði að hitta ansi marga ættingja, vinkonuhittingur þar sem gerð var tilraun til að spila Pictionary en töluðum eiginlega of mikið og spilið var aldrei klárað, kíkt í bæinn og forðast sér fljótt úr honum aftur og svo kom Jón bara til þess að hitta mig í einn dag. Alveg eins og í "gamla daga".

Á næstu dögum er planið að vinna aðeins í ritgerðarmálum (*hósthóst*), borða mikið, afmæli hjá mömmu, kanna allar breytingarnar í bænum, kíkja aðeins suður og fara oft í nýju fínu sturtuna.
Ef einhver vill hitta mig þá er ég hjá mömmu og pabba (í nýja húsinu) og með gamla símanúmerið mitt.

No comments: