Monday 18 August 2008

Margt og mikið að ske

Tíminn líður afskaplega hratt þessa dagana. Jón kominn frá Íslandi, búin að hitta leiðbeinandann í síðasta skipti - frúin farin í fæðingarorlof, flugum til Noregs í brúðkaup og erum komin heim aftur.

Lentum seint um kvöld á Gardemoen og ákváðum að taka hraðlestina inn í Osló. Þar byrjaði áfallið sem entist út ferðina - verðin í þessu landi! það er allt svo dýrt! Hámarkið var þegar við settum á kaffihús í Osló á föstudeginum og keyptum einn bjór og einn kakóbolla á ca 1500 kall. Þeir sem eru vanir hollensku bjórverði fá bara hland fyrir hjartað við að punga út 1000 kalli fyrir bjór.
Í Osló stóð yfir jazzhátíð, við sáum litla skrúðgöngu í anda New Orleans þar sem hressar kellur dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn og ætluðum að hlusta á eina tónleika en fórum eftir tvo lög. Spiluðu bara einstaklega leiðinleg lög.
Skoðuðum nýja óperuhúsið og gengum upp á þak á því. Þar er mjög fínt útsýni yfir fjörðinn og borgina. Það eru miklar framkvæmdir í gangi og er víst verið að breyta svæðinu í kringum lestarstöðina og óperuhúsið mikið.
Talandi um lestarstöðina þá hef ég sjaldan séð eins mikið af dópistum og þar í kring. Sáum t.d. einn með buxurnar á hælunum að leita að nothæfri æð. Geðslegt. Osló er víst heróín-höfuðborg Evrópu samkvæmt Norðmanninum sem við gistum hjá fyrstu nóttina.

En að aðalmáli ferðarinnar - brúðkaupið heppnaðist vel, bæði sögðu já og allir skemmtu sér vel í veislunni. Norðmennirnar héldu þó full mikið af ræðum fyrir minn smekk, en kannski ekki að marka mig sem skildi ekki alveg allt sem var verið að segja.
Mér tókst þó að fljúga á hausinn og snúa á mér ökklann þannig að ég hélt mig til hlés á meðan Jón sýndi hæfileika sína á dansgólfinu.

Þegar heim var komið biðu skilaboð frá leigusalanum. Hún er í Hollandi í viku vegna veikinda móður sinnar og kom til að sækja dót í íbúðina. Einnig ætlar hún að hafa köttinn hjá sér yfir nóttina en hann verður hér yfir daginn. Ég er nú bara ánægð með það, þá er ekkert sem truflar svefninn.
Við vonum bara að mamman hressist því í samningnum okkar er klausa um að leigusalinn geti komið fyrr tilbaka og fengið íbúðina ef e-ð alvarlegt kemur upp á.

Talandi um íbúðir þá er íbúðina okkar í Furugrund laus frá 1. okt ef einhvern vantar íbúð í einn mánuð eða lengur.

8 comments:

drekinn said...

hahahaaa hvurnig fórstu að því að fljúga á hausinn gæskan? er alveg að veltas um úr hlátri hér.........þú ert einstök! Vonandi hressist mamman sem fyrst! Annars verðum við bara að redda einhverju! Hvurnig væri svo að plana hitting við tækifæri?Væri gaman að sjá ykkur skötuhjú!

Anonymous said...

vá, mér finnst blóðugt að borga 750 kall fyrir bjórinn hérna en kommon sko! þetta fyllir mann ekki löngun í að heimsækja þetta annars eflaust ágæta land; 1000 kall fyrir bjórinn, buxnalausir dóparar, leiðinleg djasstónlist og langar ræður! ...og greinilega stórhættulegir stigar í þokkabót! hahahaha

Unknown said...

til hamingju með afmælið

Anonymous said...

Á maður ekki að óska þér til hamingju á öllum mögulegum vefsíðum.... til lukku með daginn skvís :-)

Anonymous said...

Til hamingju með daginn!!!
Kveðja,
Íris

Anonymous said...

hamingjuóskir á afmælisdaginn! vonandi næ ég þér á msn eða skype í kvöld fyrst þú ert ekki núna- annars færði afmælisemail:)

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið frænka. kv Gagga

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið :)
vonandi áttir þú góðan dag.
kveðja Harpa skarpa