Sunday 3 August 2008

Versló

Það er versló, það er kvöld og ég er að læra. Þetta er í fyrsta skipti og líklega, já vonandi, síðasta skipti sem ég sit á sunnudagskvöldi um versló að læra.

Fyrir 10 árum klæddi ég mig í ægilega flottar rauðar buxur og jakka úr Spútnik og við Steinunn fórum í KA heimilið á ball. Komum líka við á Mongó og töluðum við Hauk sem var að vinna, kannski borðuðum við pizzu. Gott ef við hittum ekki Sigga Binna, Helga Túl og fleiri gaura.
Bærinn alveg stútfullur af fólki og mikið stuð. Halló Akureyri alveg í hámarki þarna held ég.
Ég man eftir að vera samt rosalega glöð að vera ekki í tjaldi á KA svæðinu. Þetta var frekar subbulegt og lúxus að geta bara labbað heim og sofið í sínu rúmi.

Hvað ætli ég verði að gera á sunnudagskvöldi um versló eftir 10 ár? hvort ætli sé líklegara að ég verði í KA heimilinu eða að læra?

4 comments:

Anonymous said...

vonandi verðuru bara að hafa það gott hvar sem þú verður, gott hjá þér að muna samt þetta allt, ekki man ég hvað ég gerði um versló fyrir 10 árum ;o)

Anonymous said...

hahaha en skemmtilegar minningar- tiu ar!!

Anonymous said...

veðja við þig þúsund kalli að þú verður komin með extra famelíumembera .. ;)

Anonymous said...

Tek undir með Ölmu, ætlir þú verðir ekki í KA heimilinu með nokkur stykki börn að elta þau og skammast :)