Wednesday 27 August 2008

Tíminn líður og komið að næsta brúðkaupi

Tíminn líður...
...hratt á gervihnattaröld?
...og það gerist ekkert?

hvort er það eins og í Gleðibankanum eða Meistaranum og Margarítu? eiginlega bæði.
Ég hef hreinlega ekki undan að skrifa fréttir héðan úr Leiderdorp.

Afmælisdagurinn var afar ljúfur, fékk nýtt brauð og kökusneið í morgunmat, Jón bæði eldaði og bakaði pönnukökur og Wim og Marielle komu í kaffi. Jón neitaði að fara með mig neitt þar sem ég myndi bara detta á hausinn...
Fengum líka boð í næsta brúðkaup sem verður í Þýskalandi í október. Hvar endar þetta eiginlega?

Daginn eftir komu Halldóra og Snæfríður og voru fram á mánudag. Þetta var fyrsta stopp á interrailferðlaginu þeirra og að sjálfsögðu jós ég úr viskubrunni mínum um lestarferðalög og áhugaverða staði. Ég hefði náttúrlega getað bara skipulagt þetta fyrir þær en þær eru ekki jafn spenntar fyrir Austur-Evrópu eins og ég.
Stelpurnar voru teymdar um Amsterdam, Leiden og Rotterdam og það helsta skoðað. Veðrið var ekkert sérstakt en það kom ekki að sök þar sem Halldóra var einstaklega vel útbúin með ullarsokka og flíspeysu með í för!
Síðasta kvöldið þeirra fórum við svo í grískt matarboð hjá Eleni og Spiros. Mamma hans og pabbi voru í heimsókn og því hentugt að nota þau til að elda ofan í gestina! Auk okkar voru líka nokkrir Ítalir og Grikkir í mat.
Fræddum lýðinn m.a. um jarðhita, fólksfjöldann á Íslandi og stærð landsins, innflytjendur, Evrópusambandið, silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum og aðstöðu til búsetu á hálendinu.
Mér finnst að Íslendingar erlendis ættu að fá laun frá ríkinu fyrir að standa í allri þessari landkynningu.

Restin af deginum í dag fer í að undirbúa næstu brúðkaupsferð. Pakka inn gjöfinni frá okkur (ullarvettlingar frá ömmu Jóns), pakka dótinu og útbúa okkar hluta af hópgjöfinni sem er uppskriftarbók. Hver á að koma með þrjár uppáhaldsuppskriftir og ekki verra að myndskreyta. Okkar framlag verður grjónagrautur, lambalæri og tvenns konar ís (jájá við gátum ekki verið sammála)
Grjónagrauturinn mallar í pottinum en myndskreytingar við lambalærisuppskriftina verður bara að koma af netinu, hér er ekki aðstaða til slíkrar matargerðar. Síðan er afar nauðsynlegt að útbúa báða ísréttina til að fá flottar myndir. Og til að fá að borða ísinn.
Í fyrramálið verður bíllinn sóttur, keyrt til Munchen og svo restin á föstudaginn.
Brúðkaupið verður í kastala (auðvitað!) og brúðhjónin verða, ef ég skildi allt rétt, í hefðbundum austurrískum búningum. Spennandi!

Að lokum ein snilld - borðið er svo nálægt eldavélinni að ég get verið í tölvunni og svo bara teygt mig í sleifina og hrært í grautnum!

5 comments:

Anonymous said...

vá ykkur leiðist ekki! hvað er málið með öll þessi brúðkaup, verðiði ekki bara að fara að finna ykkur fleiri singúl-vini svo þið farið ekki á hausinn við þetta haha;o)

Una said...

ég lofa að finna mér ekki kærasta í bráð og alls ekki gifta mig, svo þið farið ekki á hausinn! ;)

gaman að hræra í grautnum og vera í tölvunni á sama tíma. multitasking!

Anonymous said...

ohh þvílík snilld með grautinn og borðið!! Fékkstu lærismynd frá pabba?? og þá meina ég að sjálfsögðu mynd af lambalæri en ekki lærinu á pabba...

og ég er líka enn single þannig ég er ekki að fara að gifta mig í bráð;) en þegar það verður þá verður það að sjálfsögðu stórfenglegt þannig kannski ættiru að byrja að hugsa um það...hehehe

drekinn said...

já sussssum svei! Svakalegt að vinir ykkar hagi sér svona! Gifti sig öll í einu fússi! Þið verðið bara vera creative! Kaupa gjöf í Aldi og mæta með hana í poka úr einhverri annarri fínni búð......hehehehheeee
Knússssssss

Álfheiður said...

Gott að geta treyst á ykkur stelpur!
Annars er það ekki gjafirnar heldur ferðakostnaðurinn sem er að setja mann á hausinn...