Lögðum af stað á fimmtudeginum og stoppuðum eina nótt í bænum Erlangen. Þar var borðað, örstuttur hringur farinn um miðbænum og svo farið í bólið.
Fyrsta stopp í Austurríki var í Linz:

Eftir bæjarrölt og hádegismat var haldið í kastalann þar sem brúðkaupið var. Keyrðum sveitavegi í gegnum mörg lítil þorp og lengst upp á fjall áður en við komum á áfangastað.
Við fengum herbergi efst upp og greyið Jón var mjög þreyttur eftir að hafa borið töskurnar alla leið upp
Sem er ekki skrýtið þar sem þar voru margar margar tröppur og dularfullir gangar á leiðinni upp.
En útsýnið var líka flott

Brúðkaupið var mjög flott og skemmtilegt. Brúðurin hannað sjálf kjólinn og kápuna sem hún var í; yfir kjólnum var hún í nokkurs konar kápu. Á meðan athöfninni stóð var hún í kápunni en eftir athöfnina fór úr henni og um kvöldið, eftir að veislan sjálf var búin og partýið byrjað, fór hún í annan kjól - eins og þann fyrri en í öðrum litum. Mjög töff. Reyndar kom þetta með að skipta um kjól ekki til af góðu. Klæðskerinn saumaði brúðarkjólinn fyrst í vitlausum lit!
Brúðarvöndurinn var líka skemmtilegur, ekki beint vöndur heldur einhverskonar rósakúla.
Brúðurinn kom til kirkju á hesti
Brúðguminn var heldur ekki í hefðbundum klæðnaði, hann er ekki skoskur - finnst þetta bara svo flott!

Um kvöldið birtust svo riddarar sem börðust um brúðurina. Það var mjög flott, greinilega vel æfðir gaurar. Síðan rændu þeir brúðurinni og brúðguminn þurfti að ráða fram úr leyniskilaboðum og svo syngja til að frelsa brúðurina. Og ekki skemmdi fyrir að vera með svona skemmtiatriði í alvöru kastala.

Brúðguminn náði að frelsa brúðurina

og svo var dansað fram á nótt

Á sunnudeginum var slappað af við spil í kastalanum og síðan farið til Tulln og borðað aðeins og drukkið aðeins meira.
5 comments:
Sjáumst í næstu viku!:o)
Kveðja
Magga
vá ótrúlega skemmtilegt!! og þvílíkt útsýni maður. Pínu kúl og svona prinsessulegt að skipta svona um kjól í miðri veislu, ætla að muna þetta...
flott kápa - mjög álfa/J.R.R. Tolkien / Lord of the rings, - legt:)
þetta finnst mér kúl brúðkaup, gaman að þessu bardaga-dæmi og svo er nottla fátt meira sexý en karlmaður í skotapilsi:o)
Vá þetta er ekkert smá flott og greinilega mjög skemmtilegt brúðkaup! Geggjað að gifta sig í kastala...
Post a Comment