Tuesday 9 September 2008

ó og æ

Mikið búið að ganga á síðustu daga hér í Leiderdorp.
Þegar Jón ætlaði að vaska upp á föstudagskvöldið kom í ljós að það var heitavatnslaust! fór til eigandans sem býr í hinum enda hússins með miða frá nágrannanum okkur um hvernig ég ætti að útskýra stöðu mála á hollensku.
Ekkert var víst hægt að gera samdægurs svo það var ekki fyrr en í gær, mánudag, sem reynt var að gera við. Fyrst kom í ljós að gaurinn hafði fengið vitlausan varahlut og um kvöldið þegar réttur varahlutur var kominn á svæðið að það var e-ð meira að en hann hélt. Svo enn á ný urðum við að sjóða vatn til að vaska upp og þvo okkur með þvottapoka.
En okkur til mikillar hamingju rann heitt vatn úr krönunum þegar við komum heim áðan.
Jón var ekki lengi að rífa sig úr leppunum og í sturtu - hann er þar enn.

Einnig fengum við póst frá leigusalanum okkar að hún mun koma fyrr heim vegna veikinda móður sinnar. Við þurfum því að fara úr íbúðinni 7. okt í stað 31. okt.
Bölvað vesen - það á eftir að koma í ljós hvert við förum. Spennandi líf - ekki satt?

En það er alltaf e-ð skemmtilegt í gangi, aðalgleðin núna er Bad Orb! fljúgum til Þýskalands á fimmtudaginn og hittum káta Svansara. Síðan verður spilað í drep, eflaust nokkur snitsel og currywurst borðuð og jafnvel nokkrir bjórar sötraðir. Aðalspurningin er hvort varirnar lifi þetta af - spilaformið ekki í hámarki þessa dagana. Þá skiptir maður bara yfir á þríhornið.

3 comments:

Anna Kristín said...

Gott að heyra að þið séuð loksins búin að fá vatnið aftur. Verst að vera ekki með sundlaugar á hverju götuhorni eins og reyndin er orðin hérna á höfuðborgarsvæðinu!
Vonandi skemmtið þið ykkur vel í Germany-inu ;)

Anonymous said...

blessuð! gott að vatnið er komið á aftur, við íslendingar erum ekki vön að geta ekki hoppað undir sturtuna þegar okkur dettur í hug enda snyrtipinnar með endemum, við samgleðjumst. þetta er alveg með ólíkindum þetta brúðkaupamaraþon sem þið eruð í þarna úti, velti nú þeirri spurningu út í loftið hvort ekki verði stofnað fyrirtækið Áa&Jón brúðkaupsþjónusta ehf.!! bestu kveðjur ásta og strákarnir brekkutröð

Anonymous said...

Hlakka til að heyra sögur frá Bad Orb!!