Friday 19 September 2008

Bad Orb

Komumst heim heil og höldnu úr svaðilför til Bad Orb. Mikið spilað, hlegið, drukkið og dansað. Aðallega uppi á bekkjum og borðum.
Engin klósett brotin og allir höguðu sér skikkanlega. Svona að mestu allavega.




Bjarki var ekki lengi að ná sér í ein Maβ (líterskúrs af bjór fyrir þá sem eru ekki vel að sér í þýskum bjórfræðum)



Við spiluðum að vanda í tjaldinu, Þórir í stuði fyrir miðju tjaldi og sviðið þarna í fjarska. Að sjálfsögðu var okkur tekið eins og rokkstjörnum. Tjaldið rifnaði af fagnaðarlátum þegar við þrumuðum fyrstu tónunum í gegn.



Það var sko rosalega gaman


Léttur dýraleikur: hvaða dýr er þetta?



Það þýddi ekkert að koma með bjór í stykkjatali. Christoph (eða er þetta Christof?) dældi í okkur bjórnum sem við fengum gefins frá velunnurum sveitarinnar.



Finnbogi mætti með rétta dressið. Reyndar Brynjar líka. Vorum að hugsa um að leigja þá út sem skemmtiatriði til að styrkja fjárhag sveitarinnar.


Laugardagskvöldið byrjaði sakleysislega...


...þetta var ekki einu sinni endirinn!


Það er best að hlífa saklausum lesendum (lesist móðursystrum) við fleiri myndum frá kvöldinu. Myndum eins og af ónefnum einstaklingi að dansa ber að ofan uppi á borði, undarlega mörgum myndum af Brynjari, kappsfullu harðfisksáti og einhver óprúttin aðili hefur tekið myndir af ókunnugum rassi á vélina mína. Í gallabuxum þó.

Aðeins einn Svansari komst ekki heill frá ferðinni, Halldóru tókst að slasa sig daginn fyrir skrúðgönguna miklu og gat engan veginn marserað. Christoph og Christof eiga ráð við öllu og redduðu hjólastól. Halldór ýtti henni svo í göngunni.


Á göngudaginn mikla, sunnudag, var lífið orðið erfitt




ekki bara hjá Möggu...




formaðurinn var bugaður af ábyrgð.

SKÁL!

8 comments:

Anonymous said...

jeij, þetta hefur verið rosa fjör, sjitt hvað mig langar í bjór þegar ég skoða þessar myndir!!

Anonymous said...

það er mitt takmark í lífinu að komast með í þessa ferð eitthvert árið. Núna er ég í áfanga sem heitir trommusláttur og kroppaklapp og ég vona að það hjálpi mér aðeins:)
þetta er minn heitasti draumur...

og já dýrið er ljón?

og já annað, dansandi ber að ofan upp á borðum?? þessi ferð verður betri með hverju árinu!!! hahaha...

Anonymous said...

Þetta með klósettið ætlar seint að hverfa í gleymskunnar hyldýpi! Setur þú ekki annars link á óritskoðaðar myndir á svansbloggið?

Frábær ferð:o)
Kveðja
Magga

Anonymous said...

Hey, hey. Hvað um þínar móðursystur! Hafa ÞÆR ekki séð neitt svartara!! OK, en við bíðum nú bara eftir að þið farið að stjórna brúðkaupum hér á Fróni, eru ekki allir (flestir) í þínum ættlið ógiftir enn. Það er spurning hvort einhver þorir að gifta sig ef teitin eru svona. Við biðjum að heilsa og hafið þið það svo gott sem eftir er af dvölinni ytra. Sjáumst, vonandi í matarbjóði með gluntrum og fjölskyldum. Kv. Gunna og co

Anonymous said...

Þarna er á ferðinni villiköttur, ekki nokkur spurning...

Eigi getum vér nógsamlega þakkað það að þurfa ekki að berja augum vorum á fleiri skaðlegar myndir, myndlíkingarnar eru miklu meir en mitt gamla meira hugmyndaflug ætti að reyna..

Álfheiður! ertu farin að drekka?

Kveðja
gamla konan fyrir norðan

Álfheiður said...

Já mikið fjör...
tekið verður við umsóknum í næstu ferð frá og með 1. des nk. Eftir að umsóknir hafa verið metnar hefjast strangar æfingabúðir. Vertu dugleg að æfa þig Steinka:)

Maður tekur enga áhættu með myndbirtingar hér - þótt móðursystur sé nú hörkutól þá er óþarfi að gera þeim bilt við svona á efri árum.

Drekka? ég passa nú að hafa allavega engar sannanir á netinu.

svo átti þetta að vera tígrisdýr...

Anonymous said...

Hver er eiginlega "gamla konan fyrir norðan"???? Hmmmmmm, hún talar allaveg fornt mál - mjög gömul.

Svo hefur sannast að Gunna les ekki það sem hún skkrifar undir né skoðar myndir gaumgæfiælega því það eru engar brúðkaupsfréttir /myndir í þessari færslu.

Er eitthvað aldurstakmark í ferðina eða er hæfileikapróf???

Anonymous said...

Þessi lúðrasveitamót... ekkert nema eintómt svall, vá hvað ég sakna þess!!!