Friday 26 September 2008

Aðalfrétt síðustu daga er að við fundum nýtt þak yfir höfuðið. Skruppum á þriðjudaginn til Amsterdam Noord, kíktum á aðstöðuna og gengum út með húslykil og lofuðum að borga leiguna. Þessi íbúð er svo stærsta sem við höfum verið í hér úti, aukaherbergi og allt! núna er því tíminn að koma í heimsókn. Þvottavél og þurrkari, baðker, þráðlaust internet og dadarada ... ofn! núna verður hægt að gera ýmislegt gott mmmm. Við þurfum heldur ekki að bíða lengi eftir fyrstu gestunum - Gísli bróðir Jóns og Inga kærastan hans koma næsta fimmtudag og vígja gestarúmið.
Flutningar hafa í för með sér að reyna að minnka það sem þarf að flytja með sér. T.d. kókosbollurnar sem Eva sendi mér í afmælisgjöf og hangikjötið úr frystinum. Þvílík kvöl og pína.



Kíktum í gær í garðinn Archeon sem er nokkurs konar tímabilagarður. Þar eru sýnd híbýli frá mismunandi tímum, allt frá veiðimönnum fram á miðaldir. Það væri líka hægt að kalla þetta lifandi safn því fólk frá ýmsum tímabilum eru í eða við híbýlin og vinna ýmis störf og segja frá. Hún Judith vinnur þarna og gaf okkur miða, þar var einmitt hún sem hjálpaði mér að flytja og hún er líka ein af þeim sem var með okkur í kastalanum um áramótin. Hún starfar sem skósmiður frá ca. 1340 og sýndi okkur hvernig hún gerir skó og fleira úr leðri.



Endum svo skoðunartúrinn á að horfa á skylmingarþræla berjast í hringleikahúsinu á tímum Rómverja.


Set inni myndir af nýja slottinu eftir helgi, flytjum á mánudag!

4 comments:

Una said...

vá, að verða Amsterdamarar! Gangi ykkur vel að flytja. vonandi fáið þið ekki víðáttubrjálæði í nýju húsakynnunum :) vonandi get ég kíkt í kaffi einhverntímann! :)

Anonymous said...

congratz! vá frábært að prófa að búa þar líka:) hljómar rosa vel- og ofn! möguleikarnir eru óteljandi, verst að þurfa að borða allt sem þið eruð búin að spara ykkur hehe

drekinn said...

usssssssss! Snilld ad bua a sem flestum stodum medan tid erud her! Eg hefdi svo sannarlega viljad hjalpa ter med kokosbollurnar yyuuumm......!
Knusssss

Anonymous said...

Sæl...já þvílík kvöl og pína að borða þetta lostæti,enda má lesa það úr svip ykkar hvað þetta er erfitt namm namm.
Til hamingju með nýja húsnæðið,
Kveðja úr snjónum í Eyjafirði, Ásta og piltarnir