Friday 10 October 2008

Kreppukrepp?

Eyddum síðustu dögunum fyrir kreppu með Gísla bróður Jóns og Ingu kærustunni hans. Fórum meðal annars til Leiden á bæjarhátíð, borðuðum poffertjes og oliebollen, fórum í tívolítæki en eyddum mest af tímanum hér í Amsterdam. Inga og Unnsteinn komu meira segja frá Rotterdam og við borðuðum svolítið meira, pönnukökur og tíbetskan mat (- our chef is a funny guy - ö já einmitt). Gestirnir fengu meira segja vla og hagel í morgunmat og við Gísli og Inga hristum pönnukökur, egg og beikon fram úr erminni einn morguninn. Það var sko ekki kreppa þá!

Greyin rétt sluppu heim og þá fór geðveikin af stað. Ég ætla nú ekki tala neitt um það - eða ekki mikið allavega. Þetta er útum allt, auðvitað á íslensku miðlunum en líka BBC (sem við einmitt með hér) og Hollendingar eru alveg brjálaðir útaf Icesave. Og maður messar ekki í sparifé nískupúka, ég meina Hollendinga - og það reddast aldrei neitt hjá þeim. Þeir elska að mótmæla og kvarta og röfla og tuða. Guð hjálpi þeim sem þarf að díla við þá þarna á klakanum.

Hvað um það, núna getur maður hætt að hafa áhyggjur af hækkandi gengi og farið að hafa áhyggjur hvort maður nái einhverjum aurum út úr hraðbanka hér. Reynir svo sem ekki á það fyrr en eftir helgi. Eigum nokkra seðla og mat í skápunum - og meira að segja nýlenduvörur eins og klósettpappír, handsápu, tannkrem og smá í sjampóbrúsanum!
Svo við erum bara jákvæð - über alveg - þetta reddast og gæti verið verra. Erum allavega að verða búin hér en ekki nýkomin.
Ef allt fer svo á versta veg þá sendi ég bara Jón niðrá lestarstöð með básúnuna...

7 comments:

Jon Ingvar said...

þú verður bara að fara með flautuna...Gísli fór með básunana á kreppusker!

drekinn said...

Engin læti gæskurnar mínar! Við getum alltaf búið til hristur! Ég á alveg eitthvað smá af hrísgrjónum uppi skáp nebbla! Fæ kannski lánað sjampó hjá ykkur í staðin?

Álfheiður said...

oh gleymdi því alveg!
ég á líka machintosh dollu svo við getum stofnað fínt band Lína! ég skal hrista og þú syngur :)

Unknown said...

svo er alltaf trixið að láta borga fyrir að hætta að spila.

Anonymous said...

já svona á þetta að vera, þetta er rétti andinn! eins og álfheiður sagði forðum daga í auschwitz; always look on the bright side of life...:oD

Anonymous said...

ég elska að segja þetta reddast. Maður getur bara byrjað að hlakka til að fá ykkur heim- svo stutt eftir:)

Anna Kristín said...

Já þessi blessaða kreppa, það nennir enginn að tala um hana lengur. Gott hjá ykkur að eiga smá í búinu en skítt með hraðbankana og þetta bankavesen yfir höfuð.
Takk fyrir símatímann í dag ;)