Tuesday 14 October 2008

Fjör

Rétt fyrir kreppu þá keyptum við okkur miða á Emilíönu Torrini tónleika hér í Amsterdam. Á sunnudaginn mættum við á Paradiso, gömul kirkja sem hefur verið breytt í klúbb, ásamt Ingu og Unnsteini. Tók nú ekki mikið eftir öðrum Íslendingum en býst nú við að þeir hafi verið nokkrir þarna.

Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir, Emilíana grínaði á milli laga og sagði frá lögunum. Svo var Sigtryggur Baldursson (Bogomil Font) víst kúl á trommunum en ég sá lítið sem ekkert af hljómsveitinni, var ánægð með að sjá e-ð í söngkonuna. Ég er alveg vön allskonar útsýni á tónleikum en það bætir ekki hvað Hollendingar eru helv... hávaxnir.
Það var þó ekki prumpað á mig í þetta skipti. Það er alveg önnur saga, fyrir viku vorum við inni á litlum jazzstað í Leiden með Gísla og Ingu og ég stend fyrir aftan rosalega hávaxinn mann. Allt í einu finn ég gust og þessa svakalegu fýlu, hafði ekki mannfjandinn prumpað svona hressilega - og ég fyrir aftan með hausinn nokkurn veginn í rasshæð á kauða! Það sem á lítið fólk er lagt...
En já tónleikarnir skemmtilegir og við hjóluðum aftur heim áfallalaust. Erum orðin nokkuð flink á hjólunum í miðborginni. Ekkert grín með allt þetta fólk, hjól, vespur, bíla, strætóa og sporvagna.

Nóg fjör hjá okkur - bíðum spennt eftir hvort Landsbankinn millifæri nokkrar evrur fyrir okkur. Búið að leggja inn beiðni og spila út námsmannakortinu. Svo er bara að bíða og sjá...

3 comments:

Rúna said...

ojojoj en ömurlegt að prumpa svona á þig!
En vá hvað ég öfunda ykkur að búa í a'dam... elska þessa borg og mun pottþétt e-n tíma flytja þangað!
Vona að þið fáið pening fljótt. Hafið það rosa gott!

Anonymous said...

Ahahahahaha... þetta er bara ógeðslega fyndið!!!!
En njótið þess að búa í Amsterdam, á alveg eftir að tékka á þeirri borg en hún heillar :-)

Anna Kristín said...

bwaaahhhaaahhaa, sé þig fyrir mér með "eftirprumpsdúið", allt greitt aftur... bwwaaahhhaahaha