Sunday 26 October 2008

Vetrartími

Í nótt var klukkunni breytt og tekinn upp vetrartími. Þess vegna gat ég sofið alveg jafn lengi og venjulega en samt farið fyrr á fætur. Alltaf gaman að græða tíma.

Hér gerist lítið, ég sit með hausinn fullan af hor og reyni að koma einhverju á blað (eða frekar í tölvuskjalið...). Það gengur frekar hægt þar sem úthald og öll heilastarfsemi virðist vera í lágmarki í þessu ástandi. Notaður snýtupappír er aftur á móti í hámarki og greyið Jón er frekar þreyttur á þessu tissjúi út um allt hús.

Algjörlega þessu óviðkomandi þá hafa Hollendingar gaman af raunveruleikaþáttum - allavega er nóg af þeim í sjónvarpinu, til dæmis survivor þættir, allskonar ástartengdir þættir en ég sá auglýsingu um daginn fyrir það allra besta: Fegurðarsamkeppni fyrir mæðgur! Svo komu myndir af mæðgum í eins dressum tilbúnar að keppa í Frú/ungfrú móðir og dóttir. Að lokum var auglýst eftir þátttakendum, hver vill vera með?

Næsta miðvikudag, þann 29., er nákvæmlega mánuður þangað til að við skilum þessu húsi til eigandanna. Ég er orðin frekar óþolinmóð að komast heim, prenta út ritgerðina og komast úr þessu roki og rigningu í blessaðann snjóinn.
Þá er bara að krossa fingur og vona að næstu vikur verði horlausar (allavega horminni) og kennarinn verði ekki allt of erfiður við mig.

2 comments:

Anonymous said...

hehe hor og slím, mmmm...
ég hef einmitt séð eitthvað af svona raunveruleikaþætti þar sem mæðgur eru að keppa, man ekki hvar, örugglega í usa, heavy fyndið, allt er nú til! en já tíminn flýgur áfram og það er alltaf erfitt að einbeita sér þegar eitthvað spennandi er framundan, hlakka til að sjá þig og gangi þér vel sæta;o)

Eva said...

Ég man eftir frönsku raunveruleikaþáttunum. Frakkar voru svolítið í því að taka upp bandaríska þætti eins og Temptation Island, nema hvað að Frakkar eru sko engar teprur og því voru frönsku Temptation Island þættirnir töluvert mikið djarfari en þeir bandarísku. Úlala...

Þetta eru ekkert svona þættir sem þú ert að horfa á, Álfheiður? :)