Sunday 17 February 2008

ein í koti

Búin að vera ein heim um helgina. Sem er nú allt í lagi og einstaklega gott tækifæri til að læra mjög mikið. Sem ég gerði ekki. Gerði bara ýmislegt annað í staðinn. Fór t.d. á nýjan pöbb. Sá var reyndar ekkert pöbbalegur, mjög flott retro lúkk á staðnum og tónlistin í stíl.
Þar sá ég líka eitt sem er ekki svo óalgengt hér í Hollandi, barn á bar. Þetta var á föstudaginn svona rétt fyrir sex og ég sá par, með sitt hvorn bjórinn, með ca. 5 ára gamalt barn með sér. Fólkið sat bara og sötraði sinn bjór og spjallaði og fór svo. Ég held að einhver hefði hringt á barnaverndaryfirvöld á Íslandi. Hér þykir greinilega eðlilegt að fá sér einn bjór á leiðinni heim eftir að hafa sótt krakkann á leikskólann.

Lokaverkefnið er í lausu lofti, fæ fund næsta miðvikudag til að ræða við væntanlegan leiðbeinanda um hvað ég get gert. Allavega er það sem ég ætlaði að gera út úr myndinni. Spurning hvort ég nái að klára verkefnið á tilsettum tíma fyrst öllu hefur seinkað svona mikið. Maður átti sko að byrja að lesa sér til og svona í janúar *hóst*. Þannig að þeir sem voru byrjaðir að undirbúa heimkomupartý handa mér geta breytt þemanu í jólapartý...

2 comments:

Anonymous said...

í jólapartý álfheiður! Heldurðu að þið verðið svona seint á leiðinni heim?

Anonymous said...

hérna sér maður nú ekki einu sinni börnin fara með inní ríkið! allavega man ég að þegar ég var lítil var ég alltaf látin bíða út í bíl meðan mamma fór í "mjólkurbúðina" :o)