Monday 25 February 2008

...

Nóg að gerast, tíminn flýgur auðvitað hraðar áfram en nokkurn tíma fyrr. Er það ekki alltaf svoleiðis?

Jón átti afmæli fyrir akkúrat viku og ég gerði mitt besta til að gleðja hann. Vakti hann með skreyttu muffins og afmæliskertum í morgunsárið og hristi enskum morgunmat fram úr erminni. Kannski ekki alveg, þvílíkt vesen að kokka allan þennan mat; pylsu, beikon, egg, steikir sveppir, steiktir tómatar, bakaðar baunir og ristað brauð.

Enduðum svo daginn á að kíkja á jam session á jazz café-inu.
Örvar vinur Jóns kom á þriðjudaginn, Jón fór til Genf á þriðjudaginn, kom á fimmtudaginn og þá komu líka Reynir og Biggi vinir Jóns. Helgin fór því í að sýna Leiden og Amsterdam, borða mikið af mat og svo fengu þeir líka að smakka Ursus og aðeins af bjór.
Drengirnir er einstaklega vel upp aldir og fékk ég bæði nammi og gjöf fyrir að þola þessa innrás. Gjöfin var allavega sérstaklega til mín. Þessi innrás var þó bara skemmtileg enda er alltaf gaman að fá gesti og hafa ástæðu til að fara út að borða og prófa nýja staði.

Stemmingin var góð:)

Ég fór líka á fyrsta fundinn með leiðbeinandanum mínum síðasta miðvikudag og hún gaf mér eiginlega fullt mikið frjálsræði. Það er eiginlega erfiðast að ákveða hvað maður vill. Fyrsta verkefni er því að afmarka rannsóknarefni og lesa, lesa og lesa.

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með kallinn... en mér verður bara óglatt að horfa á diskinn og hugsa um þetta sem morgunmat, úffff ;-)

Anna Kristín said...

Nóg að ske, nóg að ske. Hmmm það var eitthvað sem ég gleymdi alveg-AÐ KOMA MEÐ NAMMI HANDA ÞÉR :(. Það verður bætt upp seinna með einhverjum hætti, engar áhyggjur af því.

Álfheiður said...

Kata mín þú baðst um myndir, þess vegna ákvað ég að birta þessa fallegu mynd! svona fyrir þig;)

og Stína: ég er góð:D