Tuesday 12 February 2008

Gott veður og gestir

Liðið komið og farið.
Eftir formlega móttöku á Schipol með skilti og allt var skundað heim þar sem óvænt afmælisveisla fyrir Ingu og Evu (Björgvin fékk líka að vera með) sem við Stína vorum búnar að plotta beið. Ég var búin að skreyta og veitingarnar voru eins og "í gamla daga", hrískaka og pylsuterta.

Næstu dagar fóru svo í að labba, tala, borða, versla smá og tala aðeins meira. Litla íbúðin stóðst álagið og allir komust fyrir á einni breiðsæng á stofugólfinu. Ekki var mikið um slagsmál og klósett- og sturtuskipulag gekk vel. Þetta hljómar nú illa, eins og að fólk hafi bara fengið að pissa einu sinni á dag en svo var nú ekki. Það rennur bara svo hrikalega hægt í blessaðan vatnskassann...

Veðrið var líka einstaklega gott allan tímann svo hægt var að draga fólk meðfram síkjum og skökkum húsum án mikilla kvartana.

Í Amsterdam er greinilega herferð í gangi gegn mansali í vændi. Á mörgum veitingahúsum er veggspjald á klósettinu þar sem atriði sem benda til að vændiskona sé fórnarlambs mansals eru talin upp. Þar stendur að ef konan sýnir ótta eða kvíða, er með marbletti eða það besta; virðist ekki hafa ánægju af starfinu, þá á maður að hringa í uppgefið símanúmer og tilkynna grun um mansal. Hollendingar eru svo fyndnir, þegar ég hef labbað fram hjá rauðu gluggunum þá geisla blessuðu konurnar ekki af starfsánægju...
Enda er þetta sorgleg sjón en hollensk kona í bekknum mínum sem ég ræddi þetta einu sinni við var á því að þetta væri bara þeirra val og þær væru með stéttarfélag og allt í þessu fínu. Ég leyfi mér að efast um að málið sé svo einfalt.

Veðrið í dag er búið að vera glimrandi gott, sól og hlýtt í skjóli. Fórum því á útikaffihús hér rétt hjá þegar Jón kom heim úr skólanum og fengum okkur ís. Svona er að vera fátækur stúdent í Hollandi:)

4 comments:

Anna Kristín said...

Takk svo kærlega fyrir okkur þarna úti. Þið sýnduð hina bestu gestgjafaeiginleika og skipulagningu að annað eins hefur bara ekki þekkst. Nú vitum við að það er pláss á gólfinu og það má alltaf skipuleggja ferðirnar á klósettið eins og hinar skoðunarferðirnar ;).
Takk bara svo mikið, ég og Björgvin skemmtum okkur konunglega og þetta heppnaðist í alla staði vel. Eins gott að við vorum ekki veðurteppt heima :P

Álfheiður said...

já gleymdi alveg að láta það fylgja með að þið rétt sluppuð úr landi! hjúkket

Anonymous said...

Mér finnst svo mikið vanta myndir á þessa síðu!!

Anonymous said...

já takk kærlega fyrir mig, þröngt meiga sáttir kúra;o)...og pissa