Tuesday 22 January 2008

Búin

Síðasta prófið búið!
Dagurinn byrjaði reyndar ekki vel. Ég ristaði mér brauð í morgunmat og fann á öðrum bita að ekki var allt með felldu. Beit aftur og oj brauðið var myglað! Ekki sérstakt bragð það.
Það var punkterað á hjólinu mínu svo ég þurfti að labba í prófið. Sem er nú allt í lagi nema að prófið var í íþróttahúsi háskólans sem ég hafði aldrei komið í. Hafði fengið leiðbeiningar að labba að skólanum og fara svo til vinstri eftir ákveðinni götu og þá myndi ég bara þurfa að fylgja einhverjum skiltum. Gott og vel nema ég gekk og gekk og sá aldrei neitt skilti. Var komin að því að hringja í einhvern þegar ég sá loksins helv... skiltið. Þá tók við nokkurt labb niður næstu götu. Ég var orðin nokkuð stressuð að koma of seint í prófið en þetta hafðist. Rétt fyrir prófið fékk ég líka neyðarsímtal frá Eleni þar sem hún fann ekki staðinn! Fleiri en ég að vesenast með þetta.

Loksins er nú þessi önn á enda og hægt að hugsa um e-ð annað en króníska sjúkdóma og hugræna atferlismeðferð. Sem er bæði gott og vont. Efnið var langt frá því að vera leiðinlegt en samt aldrei beint skemmtilegt að lesa fyrir próf og vera stressaður.

Næst á dagskrá er að setja pening inn á hollenska reikninginn (hvað er málið með þetta gengi? 97 kr takk fyrir evran í dag!), láta laga hjólið og lesa jólabækurnar. Tvímælalaust tími til kominn. Las Þúsund bjartar sólir (eftir sama höfund og skrifaði flugdrekahlauparann) um jólin en á eftir Arnald, Yrsu og bókina Frjáls.
Það verður ljúft líf næstu daga!

6 comments:

Anonymous said...

Sæl Álfheiður mín og til hamingju með að hafa náð þessum áfanga. Góðir dagar framundan og þeim til viðbótar innráin frá skellibjöllunum. Það verður ekki smá upplyfting.

drekinn said...

ooooooooo hvað ég öfunda þig að vera búin! Eitthvað öðruvísi plan í þinni deild þar sem ég fer í mín í næstu viku!ppfffffff........
En mín kæra njóttu þín í BOTN átt það sko skilið eftir svona törn! Ég djóna þig svo bara í þessu þarnæsta föstudag þegar ég er loks búin;)

Anonymous said...

til hamingju til hamingju!!

frábært hjá þér:) og góða skemmtun með bækurnar, ekkert betra en að lesa eitthvað annað en skólabækur

Anna Kristín said...

Já, til hamingju Álfheiður mín. Þetta verður ljúft hjá þér, að ná upp í lestri öllum jólabókunum og svona-ekki það að ég hafi verið sérstaklega dugleg að lesa samt, en þetta er allt að koma. Við SKELLIBJÖLLURNAR komum svo eftir 14 daga... VÚHÚ

Anonymous said...

Vúhú.... innilega til hamingju :-) Get ímyndað mér að þetta sé roooooossssalegur léttir!!

Njóttu þess að vera í fríi :-)

Anonymous said...

Ekki gott þegar það púnkterað.

bið að heilsa básúnuleikaranum

kv,
Sævar