Friday 25 January 2008

Bók á dag

kemur skapinu í lag! Las Ösku eftir Yrsu á miðvikudag og Harðskafa í gær. Er að hugsa um að byrja ekki alveg strax á næstu bók, kannski bara á morgun.

Það væri góð hugmynd að þrífa aðeins og taka til. Eitt sem mér finnst pirrandi hér er að geta ekki hent í nokkrar vélar sama daginn. Við erum bara með litla þvottagrind og það tekur óratíma fyrir þvottinn að þorna á henni. Frekar óhentugt þegar þvotturinn er farinn að flæða um allt eftir frammtistöðuleysið að undanförnu.

Það er líka leiðinlegt að missa af öllu veðrinu á Íslandi. Búið að vera stormar í vetur og núna fullt af snjó! Ég væri til í að fá smá skammt hingað og búa til einn snjókarl eða svo:)
Þetta er farið að hljóma eins og ég sé á einhverjum bömmer en svo er nú ekki.

Svo á Sissi bróðir líka afmæli í dag! til hamingju með daginn gamli:)

3 comments:

Anonymous said...

Þú gætir ekki einu sinni reynt að búa til snjókall. Annaðhvort myndir þú fjúka út í veður og vind eða kallinn úr snjónum :) Bara þannig að það sé á hreinu.

Anonymous said...

hæhæ, álfheiður viltu biðja hana múttu þína að hafa samband við mig ef það er eitthvað sem ég á að taka með út fyrir hana...hlakka til að sjá ykkur, 8 dagar jeij:oD

Unknown said...

hmm... þetta voru einmitt bækurnar sem ég las um jólin. Mér fannst þær ekki svona spennandi að gleypa þær í mig á einum degi.