Thursday 31 January 2008

Skítaveður

Kannski er ekki sanngjarnt að kvarta yfir veðrinu svona miðað við veðrið á Íslandi síðustu vikur en ég geri það samt! Hitinn var farin að vera 10 gráður dag eftir dag en núna kólnaði í um eina gráðu og í dag var helvítis rigning og slydda. Öldugangur í síkjunum og allt.

Í dag var skráningardagur fyrir vorönnina. Þetta er nú svolítið skrýtið, bara í dag á milli kl. 12 og 13 getur þú skráð þig í skyldukúrsa og á milli 14 og 15 í valkúrsa. Svo maður verður að gjöra svo vel að sitja við tölvuna á þessum tímum og skrá sig. Í sumum kúrsum eru fjöldatakmarkanir svo ef þú skráir þig t.d. kortér í þrjú þá er kannski allt fullt og þú bara óheppin.

Lokaverkefnið mitt er í hnút. Er búin að vera að vinna í einu máli síðan í haust en núna er staðan þannig að líklega þarf ég að hætta við og finna nýtt. Bölvað vesen og svo á maður eiginlega að vera byrjaður að viða að sér heimildum. En þetta reddast nú á endanum og vonandi verða ekki mörg grá hár komin í ljós þegar þetta kemst allt á hreint.

Ein vika í að friðurinn sé úti...

3 comments:

Anonymous said...

ÚFF - en það verður líka gaman......

Anonymous said...

Úff, en gangi þér vel með þetta allt saman. Svo er spurning um hvort þú vilt vera í tryllinglega miklu frosti eða roki og rigningu?
Kveðja Harpa

Anna Kristín said...

Ekki á morgun, ekki hinn, HELDUR HINN!!!
VÚHÚ