Saturday 12 January 2008

Íslenskur matur

Wim og Marielle kíktu í kaffi í gær og ég bauð þeim upp á íslenskt kex. Þeim fannst skrýtið að ég fengi sent kex frá Íslandi og spurði hvort fólk hefði áhyggjur af því að við myndum svelta hér. Ég býð þeim nefnilega alltaf upp á e-ð íslenskt þegar þau koma!
Þar sem við vorum farin að tala um sendingar frá Íslandi þá varð ég að sýna þeim ávaxtagrautinn og kakósúpuna sem Sissi og Agnes sendu mér (ásamt fleiru til að halda lífinu í mér hér í útlandinu). Hvernig útskýrir maður kakósúpu? "you know it's like hot chocolate but a soup". Hljómar vel, ekki satt?
Þá rifjaðist upp fyrir mér önnur umræða um íslenska mat með þeim sem átti sér stað á Þorláksmessu. Við vorum að segja þeim frá íslenska jólamatnum. Brúnaðar kartöflur og jafningur, sem ég útskýrtði sem hvíta sósu með fullt af sykri, kom meðal annars við sögu. Þeim finnst þetta ægilega fyndið, allur þessi sæti matur.
Þau geta nú bara hlegið, hollenskur matur kemst ekki með tærnar nálægt hælunum á íslenska matnum!

Annars er ég bara að læra og bíða eftir að klára þessa blessuðu önn. Það verður samt ekki fyrr en 22. jan. Þetta togast....

3 comments:

Anna Kristín said...

mmm íslenskur matur, sætt og seiðandi. Kannski þeim finnist það ekki jafn spennandi að vita að á árum áður hvernig matvæli voru geymd og étin svo í þokkabót... not so much yummí then

drekinn said...

Já hvurnig er nú best a[ útskýra kakósúpu á íslensku? hehehehhe! Verðum að fara hittast skvísa! Gengur augi lengur svona! Alla vega kaffibolli í skólanum innan skamms...og já þú mátt fá þér eitthvað annað en kaffi mín kjöra:)

Anonymous said...

Sæl frænka:) Gleðilegt nýtt ár. Bestu kveðjur úr bólstaðarhlíðinni

Alma Sigrún
ný blogsíða - http://almasigrun.blogg.is/