Tuesday 11 December 2007

Bömmer

Ég fór með skóna mína til skósmiðsins. Það var komið rifa meðfram sólanum, í gegnum leðrið og efnið undir líka. Yndæli skósmiðurinn sagði að það væri ekki hægt að gera við þetta.
Skórnir sem eru svo góðir vetrarskór, svona reimaðir ökklaskór svo maður blotnar síður en í venjulegum. Nauðsynlegt í bleytunni, það er sko nóg af henni hér í Hollandi.
Nú á ég enga almennilega vetrarskó, ekki get ég farið í gönguskónum í skólann - Grikkirnir eru nógu hissa á að maður gangi í vind/regnjakka.
Semsagt, ég neyðist til að kaupa nýja skó. Hentar ágætlega að útsölurnar voru að byrja!

Bömmer númer tvö er að jólamarkaðirnir í Þýsklandi eru samviskusamlega búnir 23.12. Allavega þeir sem eru í akstursfæri héðan. Þeir sem eru opnir eftir jól eru langtlangt í burtu, Hamburg, Berlín...
Ég var búin að hlakka svo til að fara á jólamarkað eftir jólin þegar við förum til Þýskalands. Svekkelsi.

Til að bæta upp allan þennan bömmer og byggja mig upp fyrir próflestur ætla ég að elda pasta með piparostsósu. Mmmm.

P.S. ég er búin að geyma ostinn frá því í september (takk Eva). Kannski kominn tími til að nota hann? sérstaklega þar sem mamma bætti á birgðirnar.

2 comments:

Anonymous said...

8 dagar....mmmm nammi namm

Anonymous said...

Sé ykkur frænkurnar fyrir mér í anda!
Jólapakkinn er að leggja af stað og í honum er ýmislegt....namm namm.
mamma