Saturday 8 December 2007

Sinterklaas

Sinterklaas kvöldið var áhugavert. Við klæddum okkur í betri fötin og áttum von á sparimat.
En húsráðendur voru bara voða "kasúal" og við fengum súpu og böku. Eftir matinn var skipst á að opna gjafir, sá sem fékk síðustu gjöf valdi hver fengi að opna næst. Þetta var allt voða rólegt, einn pakki í einu, dótið skoðað, tekin mynd og sungið "dank u Sinterklaasje" eða "takk Sinterklaas". Allar gjafir eru frá Sinterklaas, börnin fá ekki gjafir frá afa og ömmu eða frænda og frænku og sjá foreldrarnir um öll gjafakaup. Við fengum þessa fínu klossa frá gamla manninum, ásamt hollenskum bjór, súkkulaðistaf (allir fá sinn upphafsstaf) og tösku sem Marielle saumaði.
Hægt er að sjá myndir frá kvöldinu á síðunni hans Jóns.

Í dag fór ég í bæinn í jólagjafaleiðangur og sá að það er búið að taka allar Sinterklaas skreytingarnar niður og hefðbundnari skreytingar komnar í staðinn. Ég sá meira að segja jólasvein! Sinterklaas er sko ekki jólasveinninn. Það er mjög mikilvægt að rugla þeim ekki saman hér í Hollandi. Mjög mikilvægt.
Þeir sem vilja ítarlegri skýrslu um hollenskar jólahefðir geta fengið greinargerð senda í tölvupósti eða með jólakortinu sínu:)

1 comment:

Una said...

flott í klossunum!