Sunday 2 December 2007

Brussel

Skellti mér til Brussel um helgina með nokkrum íslenskum hnátum. Mikið talað og mikið hlegið. Við þrömmuðum um bæinn og sáum ýmsar merkilegar byggingar sem ég veit nú lítið um og kíktum að sjálfsögðu á Manneken Piss. Það er vatnsbrunnur, pissandi strákur sem er eitt helsta ferðamannadæmið þarna. Guttinn á víst líka um 200 búninga, t.d. jólasveinabúning og fótboltabúning. Því miður var hann ekki í neinum búningi núna en þegar hann fer í búning pissar hann bjór!

Margt annað var brallað, ekki hægt að nefna allt en:
Belgískur bjór, súkkulaðibúðir, belgískar vöfflur, súkkulaðigosbrunnur, ýtnir þjónar, sturta á topp 5 listanum yfir verstu sturturnar, súkkulaðismakk, ljót blá jólaskreyting, hindberjabjór, súkkulaðikaup, alkóhólistar, perrabjörn, gluhwein, rok og rigning, fabíó, númer átta, bjór í kwak glasi og já ég vil fá meiri ost.
Borðuðum kvöldmat hjá kampavínsgaurnum. Þar fengum við fáranlega þjónustu hjá Skúla fúla sem henti hnífapörunum á borðið, kunni ekki að leggja á borð, fengum engar munnþurrkur, reyndi að stinga hnífi í augað á Rúnu, reynid að vera með "fyndin" trikk við Önnu, nennti lítið við okkur tala, fannst kellingarnar á næsta borði skemmtilegri, gleymdi pöntun, missti hnífapör í gólfið í gríð og erg, slædaði eftir gólfinu, drakk bjór ótæpilega og kyssti Unu. Síðan var hann fúll yfir að fá ekki þjórfé!

9 comments:

Una said...

hahaha... var búin að gleyma fabíó!! snilldar færsla, þú súmmar þetta rétt upp.

Anonymous said...

vó rosa helgi, vildi að ég gæti sagt það sama...

Anonymous said...

16 dagar...

Rúna said...

haha góð frásögn :)

Una said...

en já, við Rúna vorum báðar að velta áttunni fyrir okkur... var það áttan sem Rúna reif næstum hurðarhúninn af??? eða einhver önnur átta?

drekinn said...

Nossssssssss! Grídarlega vel msellt saman hja ter min kjora! Fabio rokkadi nottla og Skuli Fúli er stimpladur inn i minn minniskubb Forever! En já hvada 8???? Miklar vangaveltur um tetta i bagijnhof nebbla!

Álfheiður said...

áttan = strákurinn í rauða bolnum með númer 8 á, var á staðnum þar sem karlmenn voru í meirihluta. Var einn af keppendum í keppninni um hver væri myndarlegastur.
Eða var stóð kannski fimm á bolnum?

Una said...

ach so!

Eva said...

Óskaplega væri nú viðeigandi að vísa í nokkrar myndir með þessari færslu ;)