Saturday 15 December 2007

Jólakort

Fyrstu kortin komu í hús í dag!
Það er alltaf gaman að fá póst, sérstaklega jólakort. Það kemur ekki mikið af pósti inn um lúguna hér, þegar maður fær enga reikninga og engan ruslpóst þá er ekki mikið eftir!

Annað kortið var með nýja laufabrauðsfrímerkinu. Ég er mjög ánægð með þetta frímerki, þjóðlegt og flott. En hvernig er með frímerkjasafnarana þegar frímerkin eru límmiðar? Þá er ekki hægt að klippa út, setja í bleyti, pressa og raða inni í frímerkjabókina. Það er/var einn þáttur af aðfangadagskvöldi heima hjá mér, að passa að engin frímerki enduðu í ruslinu með umslögunum.

Annað sem mér finnst skemmtilegt er að skoða skriftina á umslaginu og velta fyrir mér hver hefur sent kortið. Ég þekki orðið nokkuð margar skriftir, sérstaklega hjá "gömlum" vinum og nánum ættingjum. Sumir (*hóst* Jón *hóst*) skilja ekkert í þessu og vilja bara rífa upp umslagið og skoða kortið. Það er alveg bannað. Það á að safna kortunum saman á góðan stað og opna öll á aðfangadagskvöld. Og ekki gleyma að klippa út frímerkin!

Best að lesa aðeins meira um kenningar og hvernig í ósköpunum maður eigi að fá fólk til að gera það sem það ætti að gera...

9 comments:

Anonymous said...

Maður á semsagt að skrifa með vinstri utaná umslagið :-)

Álfheiður said...

já, hafa smá áskorun í þessu:)

Anonymous said...

ég fatta þetta heldur ekki með að rífa upp kortin fyrir jól, mamma gerir þetta alltaf líka;"svo maður viti nú hvort maður sé að gleyma e-um"...

Anonymous said...

talandi um jólakort, ég veit ekki heimilisfangið ykkar!

Anna Kristín said...

HEHE það er alltaf svo gaman að giska á hverjir eiga skriftina. Maður er einmitt farinn að þekkja sumar en góð hugmynd hjá Kötu, kannski maður skrifi næst með vinstri :P

Anonymous said...

Oooooooooo já alltaf gaman að fá jólakort! Ég á nú ekki von á mörgum í ár þar sem mér tókst sjálfri ekki að senda eitt einasta.......og er flutt og efast að allir viti það! Sössss!
KNús

Anonymous said...

ooepppsssss gleymdi að kvitta!

Anonymous said...

Sæl Álfheiður.
Smá lína frá Furuborginni, þó fyrr hefði verið .. ótrúleg skriftarleti í gangi það er annað en hjá þér. Gaman að lesa frá þér pístlana. Annars gengur allt vel hér allir við góða heilsu, kátir og glaðir. Annars er skólinn ekki fullmannaður af börnum né fullorðnum vantar um 10. börn og í tvær stöður ... þannig að þú sérð að sama starfsmannabaslið er enn í gangi.Böddi jólasveinn kom á þriðjudaginn að skemmta börnunum , það gekk alveg frábærlega hjá honum eins og von er á, meira að segja er jólasveinninn loksins kominn með bílpróf.
Annars bestu jólakveðjur frá okkur öllum hér , og hafið það reglulegga gott um jólin
kv Sissú

Una said...

Vona að þið eigið gleðilega jólahátíð úti í Leiden. Bestu kveðjur frá klakanum, sem er yndislegt réttnefni þessa dagana. Jól í útlöndum eru samt líka alltaf spennandi. Hlakka til að heyra hvernig jólasteikin fer hjá ykkur. Bestu kveðjur, Una