Wednesday 5 December 2007

næstum Þorláksmessa

Í dag er gjafadagurinn mikli 5. des þegar Sinterklaas gefur öllum gjafir. Í tilefni af því var opið lengur í búðunum í gær (ég geri ráð fyrir að það sé tenging þarna á milli). Ég ákvað því að rölta niður í bæ og átti von á smá Þorláksmessustemmingu, allir á fullu að kaupa gjafir og svona. Neinei það var engin örtröð og það fólk sem ég sá var ekkert með fangið fullt af gjöfum með æðisglampa í augum að ná í búðirnar fyrir lokun.
Í sárabót sá ég Sinterklaas sjálfan og hóp af Pietum. Meira að segja lúðrasveit skipuð Piet-um. Get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt að spila með allt þetta svarta meik á sér.

Í gær skrapp ég í búð hér stutt frá til að kaupa jólakort (já ég KEYPTI jólakort) og þá var bara verið að gefa jólapappír. Ég ætlaði að kaupa svoleiðis og var búin að taka tvær rúllur en sá svo að þær voru gefins. Fannst fyrst frekja að taka tvær rúllur en ákvað svo bara að fá báðar. Sé í anda búðir á Íslandi gefa jólapappír á Þorláksmessu. Hollendingarnir eru greinilega svo skipulagðir að þeir eru ekkert að kaupa pappír á síðustu stundu.

Á eftir förum við til Marielle og Wim til að halda upp á Sinterklaas. Allir koma með eina gjöf, allar settar í poka og síðan dregur maður eina gjöf. Gjöfin er sko frá Sinterklaas. Það er ekki nóg að koma með gjöf heldur þarf maður að yrkja eina vísu um þann sem þú gefur gjöf. Við erum bara fjögur svo ég er búin að berja saman tvær rímur um þau hjónakorn. Enda komin af hagmæltu fólki.

Fyrir þá sem eru búnir að föndra jólakortin og bíða í ofvæni eftir að geta sent mér eitt (Kata ég veit að þú ert búin að vera sveitt með glimmertúbuna) þá kemur hér heimilisfangið okkar:

Morsweg 39
2312 AB Leiden
The Netherlands

2 comments:

Anonymous said...

Hehehe, þessi jólasveinn og svörtu þrælar eru algjör snilld.... gerist ekki mikið flottara!!
En með jólakortin þá verður engin undantekning þetta árið eins og þig grunaði... glimmerpenninn verður notaður grimmt næstu daga ;-)

Anonymous said...

thad eru fleiri sveittir vid jolakortin, fint ad fa addressuna ;o)