Wednesday 26 December 2007

Gleðileg jól

Margt og mikið hefur gerst síðustu tvær vikur eða svo.

- Fór í fyrsta próf hér í útlöndum. Skrýtið að svara á ensku og prófið var líka allt öðruvísi en þau sem ég hef farið í áður. Við fengum fræðigrein um akstur háskólastúdenta undir áhrifum áfengis og síðan áttum við að búa til íhlutun, hverju við myndum vilja breyta, af hverju og hvernig. Semsagt kapphlaup við tímann að skrifa eins mikið og maður gat. Líka skrýtið að prófa ekki bara í þekkingu á efninu heldur líka hversu hugmyndaríkur maður er. Sjáum til hvernig þetta fer.

- Skilaði stóra kynlífsverkefninu. Verkefnið sem við erum búin að vinna að síðan í haust og kennslustundin okkar var hluti af. Það var blóð, sviti og tár í þrjá daga. Í lokin var ferlíkið yfir 50 síður, barasta eins og ágætis BA verkefni...

- Steinunn kom! Stanslaus dagskrá og stuð.

- Fórum á pöbbinn að hitta Grikki, elduðum nautasteik með piparostssósu, fórum til Amsterdam í skítakulda að skoða m.a. Begijnhof og rauða hverfið (hver að verða síðastur), í partý ti Grikkjanna, til Antwerpen, Belgíu að skoða jólamarkaðinn, skautasvellið, smakka á bjórnum og kaupa minjagripi, til den Haag að versla í jólamatinn og kaupa Prins Polo í pólsku búðinni, bjuggum til plokkfisk og buðum Hollendingum upp á hann og graflax, gerðum alvöru heitt súkkulaði, fengum okkur graut með slátri, elduðum frábæran jólamat, opnuðum jólakortin og jólapakkana, borðuðum kornflexmarengs, sandköku með karmellukremi og smákökur, lásum jólabækurnar og fórum með hangikjöt til jólaboð til Grikkjanna.
Svona svo fátt eitt sé nefnt. Gæti verið að við höfum borðað mikið?

- Grikkirnir dönsuðu ægilega þjóðlega og flókna dansa við gríska tónlist. Við Steinunn settum Stuðmenn á og tókum stuðmannahoppið af mikum móð. Ég veit ekki alveg hvað Grikkjunum finnst um "traditional" íslenska dansa!

- Fékk fullt af skemmtilegum jólakortum og jólagjöfum. Ég á alveg einstaklega fyndna ættingja það er víst. Hvern vantar ekki Vilko kakósúpu, kjötsúpu, mjólkurkex, íslenskt nammi í miklu magni, jólatónlist, laufabrauðsservíettur og myndir af ættingjunum? Ég er allavega mjög ánægð með þetta allt saman.

- Það komust ekki allir pakkar á leiðarenda fyrir jólin. Kannski ekki svo slæmt, núna hefur maður líka nýarsgjafir! Vona að þetta berist nú samt áður en við förum til Þýskalands.

- Næst á dagskrá er að kíkja á útsölu(r) á morgun og undirbúa sig fyirr Þýskalandsferðina.

3 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt ár Ála mín og takk fyrir allt það gamla :-)
Sá í fréttunum að Hollendingar fagna nýja árinu með því að henda sér til sunds í sjónum.... er það eitthvað sem þið hjónin stunduðuð þessi áramót?

Anonymous said...

gleðilegt nýtt ár þið skötuhjú:o) er farin að hlakka geðveikt til að koma!! og p.s. það er aldrei hægt að borða of mikið um jólin;o)

Álfheiður said...

Við flúðum nú land til að sleppa frá þessum ósköpum að svamla í ísköldum sjó. Þótt maður reyni að vera eins mikill Hollendingur og maður getur þá verður maður að draga mörkin einhvers staðar...