Tuesday 6 May 2008

Allt í fína

Lífið lullar áfram hér í Leiden.
Reyni að læra en gengur hægt. Bara nóg annað að gera, Drottningarnótt í den Haag með Línu og co, Drottningardagur í Amsterdam með hálfri hollensku þjóðinni, kaffihúsahangs með Grikkjunum, hópa"vinna" með Grikkjunum, út að borða með Grikkjunum....

Lenti í verstu seddu síðari tíma á sunnudaginn þegar við fórum á grískt veitingahús með Grikkjunum og ég borðaði ægilega yfir mig. Mér leið bókstakflega illa á eftir, þráði fátt heitar en að leggja mig aðeins þarna á staðnum. Engir smáskammtar þar og svo þurfti ég aðeins að smakka hjá hinum. Þetta hefði sloppið ég hefði ekki asnast til að fá mér eftirrétt. En það var skylda að fá sér baklava - Jón vildi ekki deila með mér einum skammti svo þetta var tæknilega séð ekki mér að kenna!

Tókst að slasa mig við að skúra klósettgólfið áðan. Eigum engar skúringargræjur svo ég nota pabba tækni og fer á fjórar fætur með klútinn og þvæ gólfið. Í lokin skar ég mig á glerbrot á hendinni! atvinnuslys og ég er frá klósett-þrif-vinnu næstu vikurnar.
Hvað fólk er með glerbrot á klósettgólfinu? maður spyr sig.

Mamma og pabbi Jóns koma á morgun svo það verður ljúft líf næstu daga - skoðunarferðir og afslappelsi í sólinni.

3 comments:

drekinn said...

usssssssssss! Borda yfir sig og stórslasa sig vid skúringar og tad i einni faerslu! USSSSSSSSSSSSSSSSS

Anonymous said...

þetta bara sannar það að maður á ekkert að vera að skúra;o) en það er bara gott að éta einu sinni svona allt of mikið yfir sig, maður man það þá bara næst að vera ekki alltof gráðugur hehehe;o)

Anna Kristín said...

Það er aldeilis veðurblíðan á ykkur. Vonandi tengist þetta ofsaát og skúringarnar ekkert :P haha. En kannski ágætt að sleppa við þrif-hver veit, ekki lent í því ennþá.