Í gær fórum við í æsispennandi lestarferð út á Schipol. Sátum í mesta sakleysi þegar inn kemur maður (lögga, her eða tollur? hver veit) með leitarhund sem æddi um allt og þefaði af öllu og öllum. Það var greinilegt að sumum farþegum var ekki alveg sama.
Hundurinn var sérstaklega spenntur fyrir básnum okkar og hinum í kring. Allt í einu fer maðurinn að slá ákveðið í skjalatösku manns sem sat hinum megin við ganginn og skipar hundinum þangað. Þessu æsispennandi upplifun endaði með því að taskan var opnuð og hundurinn fann eitthvað málmstykki.
Svo kom í ljós að þetta var bara einhvers konar æfing eftir því sem ég skildi, verið að þjálfa hundinn. Kannski til að leita að sprengjum? hryðjuverkaárás í uppsiglingu?
Dagurinn í dag var sko ekki jafn spennandi. Ég var á leiðinni út til að hitta hópinn minn og þurfti aðeins inn í geymsluna sem er undir stiganum.
Þá sá ég e-ð loðið á gólfinu sem leit út fyrir að vera dauð mús. Mér brá svo að ég skellti hurðinni strax. Hvernig komst svona dýr þarna inn? utan frá? húsið er ekkert sérstaklega þétt. Eða er gat á veggnum inn í geymslunni?
Ég fór inn í geymsluna í gærkvöldi og þá var ekkert grunsamlegt á gólfinu. Getur músin drepist svona hratt? ef hún komst inn ætti hún að komast út aftur, er það ekki? er músagangur í íbúðinni?
Jón fór til Þýskalands í gær svo ekki gat ég skilið dýrið eftir á meðan ég færi út.
Eftir talsvert japl við sjálfa mig framleiddi ég smá hávaða til að athuga hvort dýrið væri dautt. Greinilega dautt svo ég náði í sleif og lítinn pappakassa, skóflaði dýrinu oní og henti kassanum út á bak við.
Það versta var samt eftir, ég tók eftir að það var e-ð ennþá á gólfinu þar sem dýrið var og þegar ég horfði betur var það iðandi. Ojojoj það voru ormar eða lirfur undir hræinu!
Hélt að það tæki lengri tíma en hálfan sólarhring að koma svoleiðis ófögnuður.
Var ekki lengi að sækja ryksuguna.
Kíkti út í kassann þegar ég kom heim og held að ég hafi rétt fyrir mér með greininguna á lífverunni. Held af stærðinni að dæma að þetta sé ekki rotta.
Nú sit ég hér með hroll og hef mig ekki í að tékka á hvort búið sé að japla á nóakroppinu og harðfisknum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
*hrollur*
ussssssssssss!'
Spurning um að ég kippi Quincy með til Leiden á morgun bara? Hún slátraði 2 fyrir mig í Den Haag hér um árið.......heheheeeee
en æjjjjjjjjjj hvað ég skil þig að vilja ekki svona músalinga heima hjá þér!
íjúúúúúúúúú
Hugrökk ertu samt
íjúúúúúúúúú
Post a Comment