Friday 23 May 2008

This is my life...

Geri ráð fyrir að allt sé að fara yfir um að gleði á Íslandi í gær og dag. Allir að skipuleggja júrópartý, allir að grilla og læti.

Stuðningslið Íslands var mætt í gærkvöldi á hommabarinn til að hvetja okkar lið og mætti með fána við mikinn fögnuð. Eftir að lögin voru flutt bárum við bækur okkar saman við hommana eða réttara sagt, þeir voru samviskusamlega búnir að skrifa niður hverjir þeir héldu að kæmust áfram og við ákváðum að vera sammála. Enda var Ísland á listanum þeirra.
Þeir voru nokkuð sannspáir svo ég ætla að fylgja þeirra spá og segja að Svíþjóð vinni á laugardaginn. Þegar Svíagellan steig á svið var tekið undir og mikið fjör. Svo var t.d. Úkraínu með Shady Lady var líka spáð góðu gengi.

Á laugardaginn verður veðjað af alvöru á barnum og verðlaun fyrir þann sem kemst næst úrslitum. Miðað við stuðið á undanúrslitakvöldunum verður hommabarinn staðurinn til að vera á úrslitunum en "því miður" er nafnadagspartýið á sama tíma. Gott að þetta sé aðal"vandamálið" þessa dagana.

Aðalgleðin í dag er að hópurinn minn kynnti verkefnið okkar, þetta var síðasti tíminn í síðasta kúrsnum. Skrýtið, núna er þetta bara búið - bara eitt verkefni og eitt stykki lokaverkefni eftir....

1 comment:

Anonymous said...

ohh öfund!! ekkert stuð hér í ástralíu fyrir eurovision...hef ekki fundið hommabar hér á ströndinni minni, býst ekki við að surfararnir séu mikið að horfa á þetta.