Wednesday 21 May 2008

Eurovision

Góðann daginn, ég heiti Álfheiður og mér finnst Eurovision skemmtilegt.

Hér þykir eurovision leiðinlegt og bara e-ð sem hommar og "desperate houswifes" horfa á. Svo hafa hollenskir samnemendur sagt mér. Heldur engin eurovision tilboð í búðinni eða neitt neinstaðar sem gefur til kynna að eurovision sé í gangi.
Grikkirnir eru svona mitt á milli. Ég spurði þær um daginn hvort þær ætluðu að horfa og hvort euro væri vinsælt í Grikklandi. Jújú. En þegar ég tók umræðuna á næsta level með að tala um hvaða dag Grikklandi og Ísland væri að keppa og síðan finna út klukkan hvað og á hvaða sjónvarpsstöð þá hlógu þær og fannst ég ægilega fyndin. Þeim finnst ég svoldið klikkuð. Ég held að ég sé frekar normal á Íslandi, eða hvað?
Á laugardaginn er stórt partý af því Eleni, Eleni og Costas eiga nafnadag og ég auðvitað spurði hvort það mætti líka horfa á eurovision. Þær lofa. Annars verð ég bara að sætta mig við þennan menningamun...

Í gær vorum við að gera verkefni og svo var planið að fara og horfa á eurovision. Vinnan drógst á langinn svo það endaði með að fara og borða gríska pítu og svo var klukkan alveg að verða níu (þá byrjaði euro hér). Þá vildu þær aðeins skreppa heim og e-ð vesen. Ég var sko ekki að gúddera það að missa af keppninni, Grikkir eru svo ægilega lengi að öllu sko, þannig að ég fékk Jón til að fara með mér á hommabar og þar horfum við á keppnina. Grikkirnir komu svo um leið og síðasta atriðið var komið!
Mikið hefði nú verið gaman að skilja umræðurnar hjá gaurunum sem voru að horfa. Þeir voru allavega ekki ánægðir með Justin kalkúna, gerðu grín að bingó vöðvum norsku stelpunnar og voru alveg að fíla Belgíu lagið.
Eftir að keppnin var búin voru gömul eurovision lög sett á fóninn og mikið fjör. Ég þekkti auðvitað miklu fleiri lög en Grikkirnir og þeim finnst ég endalaust skrítin að þekkja lög eins "ein bisschen Frieden" .
Gaurinn spilaði Silvíu Nótt og Selmu og þá var sko sungið. Bara ég og Jón samt hahaha.
Eitt besta var þegar barþjóninn dróg upp nunnuhöfuðfat og tók smá Sister Act show. Bara fyndið.

Svo skemmtilegt var að þegar við Jón fórum loksins á óguðlegum tíma (svona á þriðjudegi) þá spurði barþjóninn hvort við kæmum ekki á fimmtudaginn. Held nú það!
Á maður að fara alveg með liðið og mæta með íslenska fánann? vá það væri toppurinn á euro-nörda-vision ferlinu!

4 comments:

Eva said...

Íslenski fáninn er klárlega málið. Geturðu ekki reddað þér víkingahjálmi líka? svona með hornum.

Una said...

vááá hvað ég skil þig. ég var alveg litin hornauga hér í húsinu í gær þegar við vorum að laumu horfa á eurovision nokkur saman. ég hélt reyndar að ég væri búin að hrist þetta eurovision æði af mér, en nú er ég alveg eldklár á að ísland muni bara vinna þetta þannig að ég er alveg með á öllum nótum. finnst þetta æði! frábært að þið hafið notið keppninnar á barnum. Um að gera að skemmta sér doldið :) áfram ísland!

Alma said...

Held að þetta sé bara íslenskt hjá þér!!! Alveg málið að koma með fána og styðja ísland - sem eru fyrst á svið..!! Áfram Ísland!!!

Anonymous said...

íslenski fáninn er möst af þessu tilefni:o)
Kveðja Magga