Monday 26 May 2008

Líf og fjör

Fékk að horfa á eurovision en ekki hlusta mikið. Sæst var á hafa sjónvarpið í gangi og hækka svo þegar land sem átti fulltrúa á svæðinu var á sviðinu - ég sá Ísland, Spán, Finnland og Grikkland.
Ég tók hlutverki mínu alvarlega og mætti með íslenska fánann og brennivín. Grikkirnir voru búnir að lofa að dansa með mér úti á götu þegar Ísland myndi vinna en öllum að óvörum unnum við ekki. Og ekki Grikkland heldur! Þeim fannst söngkonan sín heldur ekki góð - þess vegna unnu þeir sko ekki...
Ég fékk næstum reykeitrun í partýinu og er ennþá með skít í hálsinum.

Í síðustu viku kom í ljós að það eru fleiri Íslendingar hér í Leiden. Við erum búin að lifa í þeirri blekkingu í allan vetur að við séum þeir einu. Að sjálfsögðu eru Íslendingar allsstaðar! og að sjálfsögðu búin að hitta þau tvisvar og tala og tala íslensku.

Núna erum við farin að leita að nýjum heimkynnum. Samningurinn okkar rennur út 1. ágúst svo það er best að fara að horfa í kringum sig. Hringi út af einni íbúð í dag, einhver er að skoða á morgun og ef sá vill ekki íbúðina þá má ég koma og skoða. Er að vísu í næsta þorpi en mjög ódýr. Maður fær þá bara ennþá stærri kálfvöðva :)

No comments: