Saturday 19 July 2008

Flutt

Jæja það hafðist, komin í sveitina í Leiderdorp.

Þessi íbúð hefur nú enga kosti framyfir Morsweg svona fyrir utan það að hér ekki eins rosalegur raki innandyra og staðsetningin býður upp á gríðarlega hjólanotkun. Gaman að því.

Kötturinn Tómas lyktaði tortrygginn af öllu draslinu sem var hrúgað á gólfið og fór svo bara út. Í gærkvöldi klappaði ég honum voða mikið og hann malaði eins og hann fengi borgaði fyrir það. Hálftíma seinna sendi ég hann svo fram á gang til að sofa í kassanum sínum. Hann er sko vanur að fá að sofa í rúminu með eigandanum. Já nei takk. Ekki nema von að greyið sé ringlað í dag og haldi sig bara frammi á gangi.

Veðrið er búið að vera frekar skítt í dag, rigning með enn meiri rigningu á milli. Til dæmis einmitt þegar ég var á leiðinni heim úr búðinni áðan kom þessi hrikalega demba. Alltaf hressandi að verða gegnblaut og þurfa að byrja á því að skipta um öll föt þegar maður kemst í hús.

2 comments:

Anonymous said...

til hamingju með nýju íbúðina og köttinn:o)

Anonymous said...

ég bíð spennt eftir kattarsögum, svo gaman að þeim og fínt fyrir þig að hafa einhvern að tala við:) meðan jón er heima