Tuesday 22 July 2008

Nýtt lúkk

Vaknaði í gærmorgun með nokkur bit í andlitinu. Ekkert nýtt við það, ég er með svo gott blóð - tók ofnæmistöflu og hugsaði ekki meir um það.

En í morgun vaknaði ég svona sæt

Þótt ég hafi nú litið mun verr út eftir ofnæmisviðbrögð vegna dularfullra skordýrabita (fílamaðurinn í Danmörku '98) þá var hálfóþægilegt að geta ekki opnað augað almennilega. Ég ákvað því að fá tíma hjá lækni.
Eftir nokkur símtöl fékk ég tíma, meira segja samdægurs! Réttara sagt hringdi bara þangað til ég fann tíma samdægurs.

Eftir að hafa útskýrt -dóttir/-son kerfið hafði læknirinn áhuga á að vita hvort Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi. Eftir að hafa rætt málið ítarlega úrskurðaði hann að ég væri líklegast með ofnæmi fyrir moskítóbiti og gaf mér lyfseðil fyrir ofnæmistöflum og kremi. Að lokum varð hann að sjálfsögðu að fá að pota aðeins í kúluna góðu á enninu og velta fyrir sér hvað þetta væri nú eiginlega. Virðist mjög skemmtilegt meðal lækna.

9 comments:

Rúna said...

Jiminn, þetta er svaðalegt!
Vona að gangi vel núna með snjóbolta trikkið :)

Anna Kristín said...

OMG, sumarfrísgellan ákvað að fara í tölvuna og JEMINN eini.. hvað er að sjá þetta. Það er eins gott að þetta ónæmislyf virki sem skyldi.
Það er líka aldeilis litaúrvalið hjá kellu þarna hahaha. En eins og Inga sagði, þá verður alveg POTTÞÉTT bara skemmtilegra að koma heim ;)
Hafðu það allavega gott í nýju íbúðinni

Anonymous said...

Úffff, það munar ekkert um það!! Vona að lyfið virki strax, ekkert agalega töff að fá þetta svona í andlitið....

Eva said...

öhh... ehmm... tja... sko... þetta sést eiginlega ekki neitt, næstum ekkert sko, í alvörunni, þú lítur ekkert kjánalega út *fliss*

Anonymous said...

ha, hvaða bit?? (hahahahhaah)

Anonymous said...

Það er sem ég segi, maður á bara að halda sig heima á Íslandi:o)
Kveðja
Magga

Una said...

já! það er ekkert smá! leiðinlegt að geta ekki opnað augun... vonandi hjaðnar þetta fljótt. ég er líka mjööög vinsæl meðal moskítóandskotanna. fékk 10 bit á handlegginn í nótt, klóri klór... stuð. þær allavega svelta ekki þessar elskur! þökk sé okkar gæðablóði.

Anonymous said...

Spurning um að skrá sig í sirkus???

Anonymous said...

uff dullan min!!
En kannast tvi midur vid tetta :)