Sunday 20 July 2008

Nýja íbúðin

Best að verða við óskum um myndir af nýju íbúðinni. Þessar myndir voru teknar þegar ég fór að skoða íbúðina- núna er allt fullt af drasli því daman skildi allt dótið sitt eftir og það er ekkert geymslupláss hér. Ferðatöskurnar og allt dótaríið sem var í geymslunni á Morsweg verður bara geymt upp við vegg. Bækur, möppur, eldhúsdót og bara allt dótið sem komst inni í skáp eða í hillu verður bara geymt í kössunum eða dreift smekklega um. Mjög lekkert.

Hér eru nokkrar myndir:


úr stofunni


baðherbergið (gul klósettseta!)


eldhúsið, stiginn upp á svefnloftið og svo sést aðeins í köttinn Tómas



séð niður af svefnloftinu

Eins og sést er sú sem býr hér afar litaglöð - bleikt, gult, rautt, grænt. Hér er heldur ekkert verið með neitt pjatt eða verið að endurnýja það sem mögulegt er hægt að tjasla upp á. Bæði kraninn í eldhúsinu, glugginn á baðinu og ryksugan eru vel teipuð saman, smá lekur úr vatnskassanum á klósettinu og í sturtunni vantar plastdótið á heitavatnskrananum. En þetta virkar allt svo sem og greinilega óþarfi að vera e-ð að kosta einhverju til við viðgerðir.

2 comments:

Anonymous said...

Nákvæmlega, frekar litaglöð gella... en þetta lúkkar fínt og svo bara smart að hafa allt fullt af kössum :-)

Anonymous said...

hugsaðu þér bara hvað þú átt eftir að vera rífandi ánægð með þína íbúð þegar þú kemur aftur heim eftir nokkra mánuði í þessu ;o)