Thursday 17 July 2008

Síðasti dagurinn

Dagurinn í dagur er síðasti dagurinn hér á Morsweg 39.

Búin að pakka á fullu og byrjuð að þrífa, geri varla mikið annað. Á morgun hitti ég svo leigusalann okkar og skila af mér íbúðinni.
Á morgun flyt ég því sem næst út í sveit. Ekkert bakarí á horninu, engin lestarstöð rétt hjá, enginn banki, súpermarkaður, veitingastaðir já eða bara heill miðbær í göngufjarlægð. Ekkert fólk sem ég þekki nálægt.
Á morgun tek ég líka við kettinum Tómas. Mér finnst það mjög undarleg tilhugsun - vona bara að hann verði ekki með mikið vesen eða taki upp neinu til að gera mér lífið erfitt. Svona lengi sem hann heldur sér frá rúminu þá verð ég þokkalega sátt. Leyfi mér samt að stórefast um að ég verði hugfangin af köttum eftir þessa sambúð.

Þetta er búið að gerast mjög hratt, ákveðið að fara fyrr úr íbúðinni á mánudag og flyt á föstudag. Hraðar en ég hefði kosið en ágætt að rumpa þessu af og svo gerir maður ýmislegt fyrir peninga, nú á síðustu og verstu tímum.

Best að halda áfram að þrífa og njóta íbúðarinnar síðasta daginn.

1 comment:

drekinn said...

Bara allt að verða vetlaust? Ussssss segi ég nú bara! Hefði nú gjarnan vilja aðstoða yður! Veistu ég hef tröllatrú á honum Tómasi gamla! Ef þú bara passar þig að banna honum ekki neitt! Kisur elska nebbla að gera það sem er bannað sjáðu til! hehehehee
Knúss og góða ferð uppí sveit að elta gamla geit mín kjöra! Vertu í bandi! Ekki örrugglega síma og net samband þanna? heheheee